Sport

Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan.

Þá var hann ungur og tiltölulega óþekktur bardagamaður með lítið sem ekkert á milli handanna. Í dag er hann alheimsstjarna sem syndir í peningum.

Er hann kom til Íslands fyrir þrem árum síðan þá bauð Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, Conor og félaga hans upp á sviðakjamma.

Sjá einnig: Conor fær ekki að keppa á UFC 200

Jón Viðar tók svo athöfnina upp og gerði skemmtilegt myndband.

Það er ótrúlegt til þess að hugsa hversu mikið hefur breyst í lífi Írans á þessum tíma og eins og staðan er í dag er hann meira að segja hættur að berjast.

Sjá má myndbandið skemmtilega hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir

Heimspressan fjallar um McGregor

Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli.

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×