Þau taka þátt í Eurovision Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2015 14:15 Daníel, Bjarni Hall, Björn Jörundur, Friðrik Dór, María Björk og Regína Ósk eru meðal þeirra sem taka þátt í undankeppninni í ár. vísir Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. Nöfn þeirra höfunda og flytjenda sem keppa til sigurs voru opinberuð á blaðamannafundi í Útvarpshúsinu. Þátttakendur voru viðstaddir fundinn. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói laugardagana 31. janúar og 7. febrúar. Sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara síðan fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí 2015. Alls bárust 258 lög í keppnina. Lögin sem valin voru til keppninnar í ár eru afar fjölbreytt í tónlistarstíl. Höfundar og flytjendur eru sumir hverjir margreyndir en aðrir hafa ekki áður komið við sögu Söngvakeppninnar. Yngsti höfundurinn er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.Söngvakeppnin 2015Lögin, höfundar og flytjendur:1. Aldrei of seint Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reede Texti: María Björk Sverrisdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir Flytjandi: Regína Ósk2. Ást eitt augnablik Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Stefanía tók þátt í keppninni 2013 þar sem hún söng lagið „Til þín“ ásamt Jógvan Hansen.3. Brotið gler Lag og texti: Axel Árnason og Bjarni Lárus Hall Flytjandi: Bjarni Lárus Hall Bjarni Lárus er söngvarinn í Jeff Who, en hann er að taka þátt í fyrsta sinn.4. Fjaðrir Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir) Hildur Kristín er söngkona í hljómsveitinni Rökkurró og er að keppa í Söngvakeppninni í fyrsta sinn. Er þó vön að syngja út um allan heim, söng meðal annars íslenska þjóðsönginn í Japan.5. Fyrir alla Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson) Daníel Óliver býr í Svíþjóð og er á samningi hjá Viktoria Ekeberg (https://victoriaekeberg.com/) Hann kemur fram með tveim sænskum söngkonum og dönsurum,6. Í kvöld Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir Elín Sif er á fyrsta ári í MH og er að stíga sín fyrstu skref í tónsmíðum. Hún hefur tekið þátt í nokkrum höfundakeppnum og sigraði keppnina núna í haust í MH.7. Í síðasta skipti Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og, Sæþór Kristjánsson Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson Flytjandi: Friðrik Dór Strákarnir í Stop Wait Go tóku þátt í fyrra með lagið „Dönsum burtu blús“, en núna eru þeir með tvö lög í keppninni. Friðrik Dór ætti að vera öllum kunnur, þó svo að þetta sé í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.8. Lítil skref Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson Flytjandi: María Ólafsdóttir María hefur unnið þó nokkuð með Stop Wait Go, en einnig tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum þegar hún var í Versló og í söngskemmtunum.9. Milljón augnablik Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson Texti: Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson Karl Olgeirsson hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður, en átti lagið „lífið kviknar á ný“ sem lenti í öðru sæti í fyrra. Núna hefur hann fengið til liðs við sig engan annan en Hauk Heiðar Hauksson, söngvarann í Diktu, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.10. Myrkrið hljótt Lag: Arnar Ástráðsson Texti: Erna Hrönn Ólafsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Bæði Arnar og Erna Hrönn hafa tekið þátt áður, bæði saman og í sitthvoru lagi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Erna Hrönn tekur þátt sem höfundur.11. Piltur og stúlka Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Björn Jörundur er flestum kunnur, en er þó að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppninni.12. Þú leitar líka að mér Lag: Ásta Björg Björgvinsdóttir Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir Flytjandi: HINEMOA (Ásta Björg Björgvinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sindri Magnússon, Kristófer Nökkvi Sigurðarson, Gísli Páll Karlsson og Regína Lilja Magnúsdóttir) Höfundarnir áttu lagið „Eftir eitt lag“ sem Greta Mjöll flutti í keppninni í fyrra. Eurovision Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. Nöfn þeirra höfunda og flytjenda sem keppa til sigurs voru opinberuð á blaðamannafundi í Útvarpshúsinu. Þátttakendur voru viðstaddir fundinn. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói laugardagana 31. janúar og 7. febrúar. Sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara síðan fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí 2015. Alls bárust 258 lög í keppnina. Lögin sem valin voru til keppninnar í ár eru afar fjölbreytt í tónlistarstíl. Höfundar og flytjendur eru sumir hverjir margreyndir en aðrir hafa ekki áður komið við sögu Söngvakeppninnar. Yngsti höfundurinn er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.Söngvakeppnin 2015Lögin, höfundar og flytjendur:1. Aldrei of seint Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reede Texti: María Björk Sverrisdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir Flytjandi: Regína Ósk2. Ást eitt augnablik Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Stefanía tók þátt í keppninni 2013 þar sem hún söng lagið „Til þín“ ásamt Jógvan Hansen.3. Brotið gler Lag og texti: Axel Árnason og Bjarni Lárus Hall Flytjandi: Bjarni Lárus Hall Bjarni Lárus er söngvarinn í Jeff Who, en hann er að taka þátt í fyrsta sinn.4. Fjaðrir Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir) Hildur Kristín er söngkona í hljómsveitinni Rökkurró og er að keppa í Söngvakeppninni í fyrsta sinn. Er þó vön að syngja út um allan heim, söng meðal annars íslenska þjóðsönginn í Japan.5. Fyrir alla Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson) Daníel Óliver býr í Svíþjóð og er á samningi hjá Viktoria Ekeberg (https://victoriaekeberg.com/) Hann kemur fram með tveim sænskum söngkonum og dönsurum,6. Í kvöld Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir Elín Sif er á fyrsta ári í MH og er að stíga sín fyrstu skref í tónsmíðum. Hún hefur tekið þátt í nokkrum höfundakeppnum og sigraði keppnina núna í haust í MH.7. Í síðasta skipti Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og, Sæþór Kristjánsson Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson Flytjandi: Friðrik Dór Strákarnir í Stop Wait Go tóku þátt í fyrra með lagið „Dönsum burtu blús“, en núna eru þeir með tvö lög í keppninni. Friðrik Dór ætti að vera öllum kunnur, þó svo að þetta sé í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.8. Lítil skref Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson Flytjandi: María Ólafsdóttir María hefur unnið þó nokkuð með Stop Wait Go, en einnig tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum þegar hún var í Versló og í söngskemmtunum.9. Milljón augnablik Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson Texti: Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson Karl Olgeirsson hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður, en átti lagið „lífið kviknar á ný“ sem lenti í öðru sæti í fyrra. Núna hefur hann fengið til liðs við sig engan annan en Hauk Heiðar Hauksson, söngvarann í Diktu, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.10. Myrkrið hljótt Lag: Arnar Ástráðsson Texti: Erna Hrönn Ólafsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Bæði Arnar og Erna Hrönn hafa tekið þátt áður, bæði saman og í sitthvoru lagi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Erna Hrönn tekur þátt sem höfundur.11. Piltur og stúlka Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Björn Jörundur er flestum kunnur, en er þó að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppninni.12. Þú leitar líka að mér Lag: Ásta Björg Björgvinsdóttir Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir Flytjandi: HINEMOA (Ásta Björg Björgvinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sindri Magnússon, Kristófer Nökkvi Sigurðarson, Gísli Páll Karlsson og Regína Lilja Magnúsdóttir) Höfundarnir áttu lagið „Eftir eitt lag“ sem Greta Mjöll flutti í keppninni í fyrra.
Eurovision Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“