Þankar um menntunarstig og framtíð Magnús S. Magnússon skrifar 23. júlí 2010 06:00 Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun