Innlent

Þakklát fyrir að vera á lífi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
„Þetta áttu að vera tíu bestu mánuðir lífs míns en ég endaði á að fá fjóra mánuði og æxli.“ Þetta segir hin sautján ára gamla Jóna Kristín Erlendsdóttir sem lamaðist í Perú fyrir sex vikum en þar var hún stödd sem skiptinemi.

Jóna segist fyrst og fremst vera þakklát fyrir að vera á lífi en ítrekar að íslenska heilbrigðiskerfið hafi reynst henni vel.

„Sama hvað gerist þá veit ég að það verður allt í lagi. Stundum verð ég hrædd, leið og sár en það er bjart inn á milli og oftast er það þannig.“

Ítarlegt viðtal við Jónu verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 18:30. Einnig verður fjallað um mál hennar í helgarblaði Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×