Innlent

Þak fauk og rúður brotnuðu

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Ísafirði á góðum degi.
Frá Ísafirði á góðum degi. Vísir/Pjetur
Hvassviðri gekk yfir Vestfirði í gærkvöldi og í nótt og voru björgunarsveitarmenn meðal annars kallaðir út vegna skútu sem losnaði úr legufæri og rak upp í fjöru við bensínstöðina á Ísafirði. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson dró skútuna að lokum að bryggju.

Þá eru dæmi þess að gluggar í íbúðarhúsum hafi brotnað í hvassviðrinu og þakplata fauk af minnst einu húsi. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði lægði veður fljótlega eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×