Lífið

Það skrýtnasta við Ísland: „Að geta borgað einn sleikjó með kreditkorti“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spánverjinn Jordi Pujolá skrifar bráðfyndinn pistil á vef Stúdentablaðsins um þá tuttugu hluti sem honum finnast skrýtnastir við Ísland. Jordi flutti hingað til lands í fyrrasumar og er hrifinn af Íslandi því það er öðruvísi.

Á vef Stúdentablaðsins er hægt að sjá upptalningu Jordis á því sem honum finnst skrýtnast við Ísland en hér fyrir neðan fylgja nokkrir punktar:

1. Að sjá öll veðurtáknin á sama tíma í veðurfréttum (sól, rigningu, snjó…)

5. Að Íslendingar klæðast aldrei þykkum eða áberandi útivistarfatnaði þrátt fyrir kuldann og myrkrið. Ef þú sérð einhvern ganga niður Laugaveginn þannig til fara eru það án efa túristar.

8. Að ein vefsíða geymir upplýsingar um alla þjóðina og þess vegna þarf ekki að koma með skjöl til að sýna fram á hver þú ert.

9. Að Íslendingar hafa þá þráhyggju að eiga alltaf uppáhalds staði í bænum sem selja bestu pylsurnar, ísinn og kaffið.

10. Að geta borgað einn sleikjó með kreditkorti.

14. Að þú þurfir ekki að sýna afgreiðslufólki í matarbúðum ofan í bakpokann þinn til að sýna fram á að þú sért ekki að stela eins og þarf að gera á Spáni. Þegar ég gerði það í fyrsta skipti á Íslandi horfði unglingurinn sem afgreiddi mig í Bónus á mig eins og ég væri klikkaður.

17. Að hafa bara eitt mjólkurvörumerki. 

20. Að fylgjast með Íslendingum tala í símann. Fyrst hélt ég að einhver ósköp hefðu komið fyrir.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×