Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2014 19:20 Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. Mikil umræða hefur skapast um afhendingu norska hersins á 150 MP5 hríðskotabyssum til ríkislögreglustjóra.Þetta er það sem við vitum um málið:1. Um er að ræða 150 MP5 hríðskotabyssur.2. Byssurnar voru gjöf frá norska hernum.3. Norska lögreglan vildi byssurnar og fékk ekki.4. Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu skotvopnanna.5. Engin umræða fór fram á Alþingi um byssurnar og engum reglum var breytt eftir afhendingu þeirra.6. Engin opinberlega birt reglugerð er til um umgengni lögreglunnar við þessar byssur. Til eru reglur frá 1999 sem ríkislögreglustjóri hefur stuðst við en þær hafa ekki verið birtar.7. Það er mat lögreglustjóra í hvert og eitt sinn hvort beita eigi skotvopnum sem eru í læstum hólfum í lögreglubílum. Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk frá Norðmönnum notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að svo mikið magn skotvopna af þessari gerð hafi verið afhent ríkislögreglustjóra án nokkurrar umræðu á vettvangi löggjafans. Sérstaklega í ljósi þess að hörð pólitísk umræða skapaðist á Alþingi fyrir nokkrum árum hvort almennir lögreglumenn ættu að bera rafbyssur sem verða að telja lítilfjörleg tæki í samanburði. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinar segir það með ólíkindum að þessi skotvopn frá norska hernum hafi verið afhent án þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vopnin og án þess að málið hafi verið rætt í þinginu.Ekki einkamál lögreglunnar „Það er ekki eðlilegt að einstakir yfirmenn í lögreglunni taki ákvörðun um hversu aðgengileg skotvopn eru fyrir almenna lögreglumenn vegna þess að sú ákvörðun hefur áhrif á mjög margt. Eins og öryggi þessara lögreglumanna, og við hverju búast afbrotamenn ef abrotamenn ganga að því sem vísu að það séu skotvopn í lögreglubílum, hvaða áhrif mun það hafa á atferli afbrotamanna? Og hvernig munu þeir hegða sér þegar lögreglubíll kemur aðvífandi, og svo framvegis?,“ segir Árni Páll. „Lögreglan treystir sér alltaf og finnst hún sjálf vera traustsins verð, en það er Alþingi að setja réttan ramma í kringum það. Það er héðan sem hið lýðræðislega umboð kemur og það er hér þar sem þarf að afmarka hversu langt ríkið má ganga í nokkrum sköpuðum hlut. Þetta er á okkar ábyrgð, ekki lögreglunnar, í sjálfu sér þegar allt kemur til alls,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún segir það umhugsunarefni að almenningur hefði aldrei verið upplýstur um MP5 hríðskotabyssur lögreglunnar ef frétt hefði ekki birst um málið.Þetta er varla einkamál lögreglunnar, endurnýjun á hríðskotabyssum? „Nei, það er stóra málið. Við þingmenn og almenningur lesum um þessa stefnubreytingu, að lögreglan hafi fengið að gjöf hundruð hríðskotabyssa og ætlunin sé að vera með þær í lokuðum geymslum hjá almennum lögreglumönnum. Þetta er stefnubreyting sem þarf að ræða og það er umhugsunarefni að ef þessi frétt hefði ekki birst í gær þá hefði þingið og almenningur í landinu ekki verið upplýst um þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra né Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra dómsmála urðu við ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. Mikil umræða hefur skapast um afhendingu norska hersins á 150 MP5 hríðskotabyssum til ríkislögreglustjóra.Þetta er það sem við vitum um málið:1. Um er að ræða 150 MP5 hríðskotabyssur.2. Byssurnar voru gjöf frá norska hernum.3. Norska lögreglan vildi byssurnar og fékk ekki.4. Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu skotvopnanna.5. Engin umræða fór fram á Alþingi um byssurnar og engum reglum var breytt eftir afhendingu þeirra.6. Engin opinberlega birt reglugerð er til um umgengni lögreglunnar við þessar byssur. Til eru reglur frá 1999 sem ríkislögreglustjóri hefur stuðst við en þær hafa ekki verið birtar.7. Það er mat lögreglustjóra í hvert og eitt sinn hvort beita eigi skotvopnum sem eru í læstum hólfum í lögreglubílum. Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk frá Norðmönnum notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að svo mikið magn skotvopna af þessari gerð hafi verið afhent ríkislögreglustjóra án nokkurrar umræðu á vettvangi löggjafans. Sérstaklega í ljósi þess að hörð pólitísk umræða skapaðist á Alþingi fyrir nokkrum árum hvort almennir lögreglumenn ættu að bera rafbyssur sem verða að telja lítilfjörleg tæki í samanburði. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinar segir það með ólíkindum að þessi skotvopn frá norska hernum hafi verið afhent án þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vopnin og án þess að málið hafi verið rætt í þinginu.Ekki einkamál lögreglunnar „Það er ekki eðlilegt að einstakir yfirmenn í lögreglunni taki ákvörðun um hversu aðgengileg skotvopn eru fyrir almenna lögreglumenn vegna þess að sú ákvörðun hefur áhrif á mjög margt. Eins og öryggi þessara lögreglumanna, og við hverju búast afbrotamenn ef abrotamenn ganga að því sem vísu að það séu skotvopn í lögreglubílum, hvaða áhrif mun það hafa á atferli afbrotamanna? Og hvernig munu þeir hegða sér þegar lögreglubíll kemur aðvífandi, og svo framvegis?,“ segir Árni Páll. „Lögreglan treystir sér alltaf og finnst hún sjálf vera traustsins verð, en það er Alþingi að setja réttan ramma í kringum það. Það er héðan sem hið lýðræðislega umboð kemur og það er hér þar sem þarf að afmarka hversu langt ríkið má ganga í nokkrum sköpuðum hlut. Þetta er á okkar ábyrgð, ekki lögreglunnar, í sjálfu sér þegar allt kemur til alls,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún segir það umhugsunarefni að almenningur hefði aldrei verið upplýstur um MP5 hríðskotabyssur lögreglunnar ef frétt hefði ekki birst um málið.Þetta er varla einkamál lögreglunnar, endurnýjun á hríðskotabyssum? „Nei, það er stóra málið. Við þingmenn og almenningur lesum um þessa stefnubreytingu, að lögreglan hafi fengið að gjöf hundruð hríðskotabyssa og ætlunin sé að vera með þær í lokuðum geymslum hjá almennum lögreglumönnum. Þetta er stefnubreyting sem þarf að ræða og það er umhugsunarefni að ef þessi frétt hefði ekki birst í gær þá hefði þingið og almenningur í landinu ekki verið upplýst um þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra né Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra dómsmála urðu við ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?