Körfubolti

Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty

Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum.

Golden State Warriors liðið hefur fyrst liða í NBA-sögunni unnið fyrstu sextán leiki sína og Curry hefur sýnt að það var engin tilviljun að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra.

Stephen Curry hefur skorað 32,1 stig að meðaltali í leik í fyrstu 16 leikjum Golden State Warriors en hann er með 4,9 þrista að meðaltali og hefur auk stiganna gefið 5,9 stoðsendingar, tekið 5,1 fráköst og stolið 2,6 boltum að meðatali.

Málið er að það gengur ekki aðeins vel hjá honum og hans liði í NBA-deildinni heldur er uppáhalds NFL-liðið hans líka að gera frábæra hluti.

Stephen Curry ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem að faðir hans Dell Curry lék í tíu ár með Charlotte Hornets í NBA-deildinni.

Curry hefur haldið tryggði við NFL-liðið í Charlotte sem er Carolina Panthers. Panthers-liðið hefur eins og lið Golden State verið óstöðvandi í upphafi tímabilsins og vann liðið sinn ellefta sigur í röð í gær.

Stephen Curry var að sjálfsögðu að horfa enda er ekkert spilað í NBA-deildinni á Þakkargjörðarhátíðinni. Curry setti skemmtilegt myndband með sér inn á instagram-síðu sína þegar hann fagnaði því að Luke Kuechly, gríðarlega sterkur leikmaður og leiðtogi Carolina Panthers varnarinnar, stal boltanum og fór upp og skoraði.

Carolina Panthers vann Dallas Cowboys á endanum örugglega 33-14 á heimavelli Dallas Cowboys og er annað af tveimur ósigruðum liðum á tímabilinu.

Myndbandið með fögnuði Stephen Curry má sjá hér fyrir neðan.

1,2,3,4,5,PICK 6!

A video posted by Wardell Curry (@stephencurry30) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×