Erlent

Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa

Anton Egilsson skrifar
Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. CNN greinir frá.

Í yfirlýsingunni skýtur umbreytingateymið hörðum skotum að bandarísku leyniþjónustunni.

„Þetta er sama fólk og sakaði Saddam Hussein um að hafa undir höndum gereyðingarvopn.“ Með þessu vísa þeir til eins af stærstu klúðursmálum CIA á síðari árum.  

Greint var frá því í Washington Post að bandaríska leyniþjónustan hefði borið kennsl á einstaklinga með tengsl við ríkisstjórn Rússlands sem létu uppljóstrarasíðunni Wikileaks í té þúsundir tölvupósta frá landstjórn Demókrataflokksins, kosningastjóra Hillary Clinton og öðrum sem rússneskir tölvuhakkarar komist yfir að því er fram kemur í umfjöllun Washington.

Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að kominn sé tími til að horfa fram á veg, kosningarnar séu yfirstaðnar.

„Kosningarnar enduðu fyrir löngu síðan með einum stærsta kjörmannasigri sögunnar. Nú er tími til að horfa fram veginn og  'Gera Bandaríkin frábær aftur.'”

/center>

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×