Telur systur sína búa til falskar minningar um misnotkun föður síns 7. nóvember 2011 20:07 Skúli Sigurður Ólafsson. „Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði. Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
„Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði.
Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“