Telur systur sína búa til falskar minningar um misnotkun föður síns 7. nóvember 2011 20:07 Skúli Sigurður Ólafsson. „Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði. Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði.
Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49