Innlent

Telur líkur á nýju gosi

Samúel Karl Ólason skrifar
„Við erum að mæla eftir sprungunum einhverjar sex til sjö hundruð gráður. Það þýðir að það er kvika enn í gígnum, þó það sé ekkert að bætast í hann,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Hann segir að þar af leiðandi sé eldstöðvakerfið mjög viðkvæmt. Komi kvikuinnspýting í það verði hún fljót að skila sér upp á yfirborðið.

Ármann reiknar því með nýju eldgosi á svæðinu við Holuhraun. „Á meðan skjálftavirknin er í gangi í jöklinum þá er engin ástæða til að ætla annað en að það komi eitthvað með því. Það verður bara að segjast eins og er.“

Ármann vonast þó til að einhver pása verði á virkninni svo menn geti fengið að jafna sig.

„Kannski við fáum einn til tvo mánuði í friði. Á meðan að kerfið er allt sjóðheitt, er svo lítið sem þarf til. Næsta gos verður ekkert eins og þessi ósköp sem byrjuðu með skjálftum og látum. Það kemur bara strax upp.“

Hann segir að enn sé hættulegt á svæðinu þrátt fyrir að kvika komi ekki á yfirborðið.

„Ef að fólk er á svæðinu og það er ekki vindur, þá er þetta dauðagildra. Það er ekkert öðruvísi. Svo er líka þessi hátta með að kerfið er allt sjóðheitt. Ef það er einhver þarna og næsta gos byrjar, veit hann ekkert að því fyrr en það byrjar.“


Tengdar fréttir

Goslok ekki endilega góðar fréttir

Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á

Eldgosinu í Holuhrauni er lokið

Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×