SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Telja Ísland geta boriđ 42% fleiri Domino's pitsustađi

 
Viđskipti innlent
10:00 15. MARS 2017
Pizza-Pizza á og rekur 21 Domino's-stađ hér á landi.
Pizza-Pizza á og rekur 21 Domino's-stađ hér á landi. VÍSIR/EYŢÓR

Stjórnendur Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG), sem mun að öllum líkindum eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi á næstunni, telja að fjölga megi pitsustöðum keðjunnar hér um 42 prósent eða níu staði. Salan hér jókst um 16 prósent í fyrra og til stendur að opna tvo staði á þessu ári.

Þetta kemur fram í fjárfestakynningu DPG á bráðabirgðatölum vegna reksturs bresku pitsukeðjunnar í fyrra. Samkvæmt henni telur félagið að hér megi reka 30 staði. Breska fyrirtækið, sem er skráð í kauphöllinni í London, keypti sig inn í rekstur Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð í júní í fyrra. Kaupverðið var 24 milljónir punda, eða rúmir fjórir milljarðar króna miðað við þáverandi gengi, og keypti DPG hlut í Pizza-Pizza ehf.  

Í fréttatilkynningu DPG á fimmtudag kom fram að breska félagið ætlar að bæta við sig tveggja prósenta hlut í Pizza-Pizza og þannig eiga meirihluta eða 51 prósent. DPG keypti 45 prósenta hlut í rekstrinum í Noregi og Svíþjóð í júní í fyrra og ætlar sér nú einnig 51 prósent í þeim hluta. Viðskiptin eru háð samþykki Seðlabanka Íslands.

Samkvæmt áætlunum DPG og Pizza-Pizza er gert ráð fyrir að fjórir til sex staðir verði opnaðir í Noregi á þessu ári. Markaðurinn þar beri allt að 75 staði en þeir eru nú einungis tólf. Tæp þrjú ár eru liðin síðan Pizza-Pizza opnaði fyrsta staðinn þar og jókst salan um 131 prósent í fyrra. Félagið opnaði í Svíþjóð í desember í fyrra og sinn annað pitsustað þar í janúar. DPG telur eftirspurn eftir pitsum keðjunnar í Svíþjóð geta borið 125 staði.

Birgir Þór Bieltved, fjárfestir og starfandi stjórnarformaður Pizza-Pizza, Eygló Björk Kjartansdóttir, eiginkona hans og stjórnarmaður í félaginu, og aðrir fjárfestar, þar á meðal framtakssjóðurinn EDDA, í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, seldu DPG hluta af sinni eign í félaginu.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Telja Ísland geta boriđ 42% fleiri Domino's pitsustađi
Fara efst