Innlent

Tékkar hlaupa í skarðið fyrir Kanadamenn í loftrýmisgæslunni

Vísir/AFP
Tékkneska ríkisstjórnin samþykkti í gær að senda fimm JAS-39 Gripen orrustuþotur til Íslands í júlí og ágúst til loftrýmiseftirlits. Talsmaður tékkneska varnarmálaráðuneytisins staðfestir þetta en ásamt þotunum fimm koma hingað til lands sjötíu hermenn sem þjónusta þær.

Í upphafi stóð til að kanadískar þotur sæju um loftrýmisgæsluna á þessu tímabili en í ljósi þess að þær þotur á að nota í baráttunni við ISIS samtökin í Sýrlandi og Írak var leitað til Tékka í staðinn, með skömmum fyrirvara. Tékkar sinntu einnig gæslunni á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×