Innlent

Tekinn með kíló af hassi í Leifsstöð

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn á leið til Grænlands, þegar tollverðir stöðvuðu hann.
Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn á leið til Grænlands, þegar tollverðir stöðvuðu hann. Vísir/Valli
Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að hann var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með tæplega eitt kíló af hassi í fórum sínum.

Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn á leið til Grænlands, þegar tollverðir stöðvuðu hann fyrr í mánuðinum.

Í tilkynningu segir að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fór lögreglan á Suðurnesjum með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×