Erlent

Taugalækni sagt upp störfum vegna myndbands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Taugalæknirinn Anjali Ramkissoon.
Taugalæknirinn Anjali Ramkissoon. skjáskot
Bandarískum lækni, sem fékk herfilega útreið á netinu eftir að myndband af samskiptum hennar við Uber-bílstjóra rataði á netið fyrr á þessu ári, var í gær sagt upp störfum.

Tilkynnt var um uppsögnina í yfirlýsingu frá Jackson Health System-spítalanum þar sem hin þrítuga Anjali Ramkissoon starfaði.  Hún hafði lagt stund á taugalækningar en var send í leyfi í janúar eftir að fyrrgreint myndband skaut upp kollinum.

Myndbandið má sjá hér að neðan en það vakti mikla athygli og hefur það fengið um 7 milljón áhorf. Í því sést Ramkissoon veitast að bílstjóra á vegum Uber, slá hann utan undir og sparka í klofið á honum.

Hún sést því næst fara inn í bílinn og fleygja lausamunum út um glugga hans. Lögreglan var kölluð á vettvang en bílstjórinn lagði ekki fram kæru á hendur henni.

Síðar kom í ljós að Ramkissoon hafði ekki pantað akstursþjónustu. Hún hefur margoft sagst iðrast gjörða sinna í tugum viðtala sem hún hefur farið í frá því að mál hennar kom upp. Hún hafi verið drukkin og að ganga í gegnum erfið sambandsslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×