Enski boltinn

Tárvotur Rio hefur áhyggjur af börnunum eftir andlát eiginkonunnar: „Ég vil hjálpa þeim“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rio Ferdinand hefur átt erfitt.
Rio Ferdinand hefur átt erfitt. mynd/skjáskot
Heimildamyndin Rio: Being Mum and Dad, verður frumsýnd á BBC Three í kvöld en þar fjallar Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, um lífið eftir fráfall eiginkonu sinnar.

Rebecca Ferdinand, eiginkona Rios, var aðeins 34 ára gömul þegar hún lést eftir stutta baráttu við krabbamein í maí 2015 en Rio átti í miklum erfiðleikum eftir að hún féll frá.

Hann viðurkennir í myndinni en hafa byrjað að drekka eins og fjallað var um fyrr á árinu og segist skilja hvers vegna fólk íhuga sjálfsmorð. Þá segist hann einnig ekki hafa syrgt eiginkonu sína nægilega vel. Í myndinni leitar Rio til annarra fjölskyldna sem hafa lent í eins áföllum og fær hjálp við að takast á við sorgina.

„Ég elskaði konuna mína meira en allt. Við Rebecca áttum ótrúlegt samband,“ segir Rio í myndinni. „Maður trúir því aldrei að það versta getur gerst. Í síðasta skiptið sem hún var heima reyndi hún að tala um þetta en ég vildi ekki ræða þetta.“

Miðvörðurinn magnaði á sérstaklega erfitt með að tala við börnin sín um þetta eða fá þau til að opna sig um hvernig þeim líður nú tveimur árum eftir fráfall móður sinnar.

„Þetta er einn af fáum hlutum í lífinu sem við munum ganga í gegnum saman þar sem ég hef ekki svörin. Það er mjög erfitt þegar þau vilja ekki tala um þetta. Maður situr á móti þeim og veltir fyrir sér hvað þau eru að hugsa. Eru þau áhyggjufull, glöð eða sorgmædd?“ segir Rio.

„Ég hef áhyggjur af þeim öllum en ég fæ ekkert út úr strákunum tveimur. Ég vil getað hjálpað þeim og fengið þá til að tala. Ekki vegna þess að það hjálpar mér heldur bara því ég vil vita að það sé í lagi með þá,“ segir Rio Ferdinand.

Brot úr heimildamyndinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×