Enski boltinn

Rio: Hef ekki syrgt eiginkonuna mína nægilega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferdinand varð sex sinnum enskur meistari með Manchester United.
Ferdinand varð sex sinnum enskur meistari með Manchester United. vísir/getty
Rio Ferdinand segir að hann hafi aldrei gefið sér nægilegan tíma til að syrgja eiginkonu sína sem féll frá eftir stutta baráttu við krabbamein í maímánuði árið 2015.

Rebecca Ellison, eiginkona Ferdinand, féll frá eftir að hafa greinst með krabbamein í brjósti. Hún var 34 ára.

„Ég held að ég hafi aldrei syrgt almennilega,“ sagði Ferdinand í viðtali sem birtist í heimildarþætti á BBC um foreldra sem missa makana sína.

„Ég hef ekki gefið mér tíma til að sitjast niður og koma öllum mínum tilfinningum almennilega frá mér.“

Ferdinand fékk mikið lof fyrir að stíga fram og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu. Ferdinand er einn þekktasti knattspyrnumaður Bretlands en hann var á mála hjá Manchester United í tólf ári og spilaði 81 landsleik fyrir England.

Rio og Rebecca gengu í hjónaband árið 2009 og eignuðust þrjú börn saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×