Innlent

Tár féllu áður en MR-ingar héldu í gámana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemendur á lokaári í Menntaskólanum í Reykjavík fögnuðu sínum síðasta skóladegi á túninu framan við aðalbygginguna, Gamla skóla, í sólinni í dag. Eins og hefð er fyrir klæðast nemendur búningum, kennarar eru kallaðir á tröppur skólans og þeir kvaddir með virktum.

Sjá mátti prúðbúna Skota í rauðköflóttum Skotapilsum, Tumi tígur var áberandi og sömuleiðis glæsilegir tindátar.

Þegar búið var að kveðja kennarana, sem sumir nemendur gerðu með tár á hvarmi, mættu gámabílarnir sem fluttu nemendurna á brott úr Lækjargötu. Nemendurnir munu vafalítið sletta úr klaufunum í kvöld en framundan er próflestur fyrir stúdentsprófin.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók meðfylgjandi myndband og myndirnar í syrpunni hér að neðan.

Það getur verið svo erfitt að segja bless.Vísir/Stefán
Þessi menntaskólamær átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum.Vísir/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×