Tapar á því að leigja út húsnæðið: „Vítahringur leigjenda og húseigenda“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2015 11:12 "Það borgar sig ekki fyrir mig að leigja út húsnæðið. Ég tapa bara á því,“ segir Elísabet. Myndin er úr safni. vísir/gva Elísabet Gunnarsson sá sér ekki fært að búa í húseign sinni vegna aldurs og aðstæðna. Hún ákvað því að festa kaup á nýju húsnæði og leigja það gamla út. Ákvörðuninni sér hún þó eftir því ellilífeyristekjur hennar skertust svo um munaði ásamt því að hún þurfti að greiða umtalsverða fjárhæð með leigunni. Elísabet neyðist því til að láta eignina standa auða á meðan hún er á sölu og segist harma umræðu um „vonda“ húseigendur.Fjöldi íbúða tómar vegna sambærilegra mála „Það borgar sig ekki fyrir mig að leigja út húsnæðið. Ég tapa bara á því. Tekjurnar mínar skertust á um tveimur árum um eina og hálfa milljón og ég þurfti að greiða með leigunni og rúmlega það. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fjöldi íbúða standa tómar víða og þannig verður það þar til hlutunum verður breytt,“ segir hún. Elísabet og eiginmaður hennar bjuggu á Álftanesi þegar þau fundu loks draumahúsnæðið við Vesturvang í Hafnarfirði, fyrir um þremur árum síðan. Um var að ræða tæplega 200 fermetra parhús sem þau hjónin voru í skýjunum með. Þau leigðu gamla húsnæði sitt á Álftanesi út á meðan það var á sölu. Nokkrum mánuðum eftir að þau fluttu inn í nýja húsið greindist maður hennar með beinkrabba. Þau sáu því ekki annað í stöðunni en að flytja sig aftur um set. Vesturvangur væri of stór og óhentugur fyrir hana eina en eftir að hafa upplifað áhættuna og skuldirnar sem fylgdu því að leigja út húsnæðið á Álftanesi segist Elísabet ekki treysta sér í slíkt erfiði aftur.Vesturvangur í norðurbæ Hafnarfjarðar var draumahúsnæði þeirra hjóna, líkt og Elísabet orðar það. Hún sagðist þó ekki geta hugsað sér að búa þar ein.Þurftu að líta til framtíðar „Við vissum hvað fram undan væri og að við þyrftum að líta til framtíðar. Ég bara gat ekki hugsað mér að ráfa ein um þetta stóra hús þannig að við ákváðum að finna okkur aðra eign og setja húsið okkar á Vesturvangi á sölu. Við urðum bara að taka þessa ákvörðun um að flytja strax, það var ekki hægt að bíða,“ útskýrir Elísabet. „Vesturvangurinn er því nú á sölu en frekar hef ég hann auðan heldur en að leggja í svona erfiði aftur. Það er bara þannig að leigjendur eru að greiða allt of háa leigu en skuldir húseigenda eru líka allt of háar. Sökudólgurinn er því ekki húseigandinn heldur bankarnir sem hækka öll gjöld upp úr öllu valdi. Leigjendur eru bara að greiða hluta af lánunum og eigandinn þarf alltaf að koma upp með meira. Þetta er svívirðilegt og í raun vítahringur leigjenda og húseigenda.“ Hún útskýrir dæmið, í sínu tilfelli, svona: „Íbúðin var að leigjast á 300 þúsund krónur. Við þurftum að greiða tuttugu prósenta fjármagnstekjuskatt. Þá eru eftir um 250 þúsund krónur. Af þessum 250 þúsundum kemur lífeyrisstofnunin og tekur krónu á móti krónu [tekjuskerðing]. Þá eru 125 þúsund krónur eftir af þessum leigupeningum. En þá á eftir að greiða fasteignagjöld sem eru í kringum 30-35 þúsund. Að því loknu á eftir að greiða brunagjöld og eftirstöðvar eru skattlagðar. Það er sem sagt ekki króna eftir af leigunni. Ég greiddi í fyrra 700 þúsund krónur með leigunni.“ Haukur Ingibergsson, formaður Félags eldri borgara, segir mikilvægt að þegar fólk taki stórar ákvarðanir um sín fjárhagsmál að það skoði hvaða áhrif slíkar breytingar hafi á bótarétt viðkomandi. „Það er þannig að bætur almannatrygginga skerðast ef fólk hefur aðrar tekjur, hvort sem það eru vinnutekjur eða fjármagnstekjur og um þetta gilda ákveðnar reglur. Þetta er eitthvað sem fólk þarf að hafa í huga ef það er að vinna eða leigja út eða eitthvað slíkt, hvaða áhrif þetta hefur á bæturnar,“ segir hann. Tengdar fréttir Leiguverð hækkað um hátt í fjörutíu prósent Leigufélögin sem keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði hafa flest hækkað leiguverð, sjóðurinn seldi íbúðirnar í lok síðasta árs til að stuðla að uppbyggingu leigumarkaðar. 7. júlí 2015 13:41 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Elísabet Gunnarsson sá sér ekki fært að búa í húseign sinni vegna aldurs og aðstæðna. Hún ákvað því að festa kaup á nýju húsnæði og leigja það gamla út. Ákvörðuninni sér hún þó eftir því ellilífeyristekjur hennar skertust svo um munaði ásamt því að hún þurfti að greiða umtalsverða fjárhæð með leigunni. Elísabet neyðist því til að láta eignina standa auða á meðan hún er á sölu og segist harma umræðu um „vonda“ húseigendur.Fjöldi íbúða tómar vegna sambærilegra mála „Það borgar sig ekki fyrir mig að leigja út húsnæðið. Ég tapa bara á því. Tekjurnar mínar skertust á um tveimur árum um eina og hálfa milljón og ég þurfti að greiða með leigunni og rúmlega það. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fjöldi íbúða standa tómar víða og þannig verður það þar til hlutunum verður breytt,“ segir hún. Elísabet og eiginmaður hennar bjuggu á Álftanesi þegar þau fundu loks draumahúsnæðið við Vesturvang í Hafnarfirði, fyrir um þremur árum síðan. Um var að ræða tæplega 200 fermetra parhús sem þau hjónin voru í skýjunum með. Þau leigðu gamla húsnæði sitt á Álftanesi út á meðan það var á sölu. Nokkrum mánuðum eftir að þau fluttu inn í nýja húsið greindist maður hennar með beinkrabba. Þau sáu því ekki annað í stöðunni en að flytja sig aftur um set. Vesturvangur væri of stór og óhentugur fyrir hana eina en eftir að hafa upplifað áhættuna og skuldirnar sem fylgdu því að leigja út húsnæðið á Álftanesi segist Elísabet ekki treysta sér í slíkt erfiði aftur.Vesturvangur í norðurbæ Hafnarfjarðar var draumahúsnæði þeirra hjóna, líkt og Elísabet orðar það. Hún sagðist þó ekki geta hugsað sér að búa þar ein.Þurftu að líta til framtíðar „Við vissum hvað fram undan væri og að við þyrftum að líta til framtíðar. Ég bara gat ekki hugsað mér að ráfa ein um þetta stóra hús þannig að við ákváðum að finna okkur aðra eign og setja húsið okkar á Vesturvangi á sölu. Við urðum bara að taka þessa ákvörðun um að flytja strax, það var ekki hægt að bíða,“ útskýrir Elísabet. „Vesturvangurinn er því nú á sölu en frekar hef ég hann auðan heldur en að leggja í svona erfiði aftur. Það er bara þannig að leigjendur eru að greiða allt of háa leigu en skuldir húseigenda eru líka allt of háar. Sökudólgurinn er því ekki húseigandinn heldur bankarnir sem hækka öll gjöld upp úr öllu valdi. Leigjendur eru bara að greiða hluta af lánunum og eigandinn þarf alltaf að koma upp með meira. Þetta er svívirðilegt og í raun vítahringur leigjenda og húseigenda.“ Hún útskýrir dæmið, í sínu tilfelli, svona: „Íbúðin var að leigjast á 300 þúsund krónur. Við þurftum að greiða tuttugu prósenta fjármagnstekjuskatt. Þá eru eftir um 250 þúsund krónur. Af þessum 250 þúsundum kemur lífeyrisstofnunin og tekur krónu á móti krónu [tekjuskerðing]. Þá eru 125 þúsund krónur eftir af þessum leigupeningum. En þá á eftir að greiða fasteignagjöld sem eru í kringum 30-35 þúsund. Að því loknu á eftir að greiða brunagjöld og eftirstöðvar eru skattlagðar. Það er sem sagt ekki króna eftir af leigunni. Ég greiddi í fyrra 700 þúsund krónur með leigunni.“ Haukur Ingibergsson, formaður Félags eldri borgara, segir mikilvægt að þegar fólk taki stórar ákvarðanir um sín fjárhagsmál að það skoði hvaða áhrif slíkar breytingar hafi á bótarétt viðkomandi. „Það er þannig að bætur almannatrygginga skerðast ef fólk hefur aðrar tekjur, hvort sem það eru vinnutekjur eða fjármagnstekjur og um þetta gilda ákveðnar reglur. Þetta er eitthvað sem fólk þarf að hafa í huga ef það er að vinna eða leigja út eða eitthvað slíkt, hvaða áhrif þetta hefur á bæturnar,“ segir hann.
Tengdar fréttir Leiguverð hækkað um hátt í fjörutíu prósent Leigufélögin sem keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði hafa flest hækkað leiguverð, sjóðurinn seldi íbúðirnar í lok síðasta árs til að stuðla að uppbyggingu leigumarkaðar. 7. júlí 2015 13:41 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Leiguverð hækkað um hátt í fjörutíu prósent Leigufélögin sem keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði hafa flest hækkað leiguverð, sjóðurinn seldi íbúðirnar í lok síðasta árs til að stuðla að uppbyggingu leigumarkaðar. 7. júlí 2015 13:41
Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent