Talaði um nýja stjórnarskrá í jarðarför Sævars Erla Hlynsdóttir skrifar 3. ágúst 2011 11:16 Séra Örn Bárður sá um útför Sævars Cieselski Mynd GVA „Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inntaki og markmiði," sagði séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju, í minningarorðum um Sævar Cieselski sem hann jarðsetti í gær. Athöfnin fór fram frá Dómkirkjunni og gerði séra Örn Bárður frumvarp að nýrri stjörnarskrá að umtalsefni og las fjórum sinnum upp úr frumvarpinu. Sjálfur sat séra Örn Bárður í stjórnlagaráði og kom þannig að gerð frumvarpsins, sem var afhent forseta Alþingis í síðustu viku. Séra Örn Bárður sagði að í kaflanum um dómsvald í frumvarpinu sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómstóla og koma í veg fyrir að aðrir en hæfustu menn séu skipaðir dómarar. Sem kunnugt er fékk Sævar þyngsta dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda. Hann játaði brot sitt eftir ofbeldisfullar yfirheyrslur í Síðumúlafangelsinu en dró játninguna síðar til baka og krafðist endurupptöku málsins. Hæstiréttur hafnaði því.Skoraði á kirkjugesti að kynna sér frumvarpið „Ég skora á ykkur sem hér eruð saman komið að kynna ykkur frumvarpstextann og taka honum fagnandi. Ísland þarf nýjar leikreglur fyrir upprisuna sem nú er í vændum og ég skora á allt gott fólk að tala máli nýrrar stjórnarskrá og leggjast á árarnar með okkur sem rituðum textann og sigla honum í vör með taktföstum áratökum," sagði séra Örn Bárður við útför Sævars í gær. Þá las hann upp úr mannréttindakafla frumvarpsins fyrir kirkjugesti, og sagðist sannfærður um að Sævar myndi kunna vel að meta nýja stjórnarskrá. „Hún geymir mörg merkileg ákvæði sem hefðu glatt Sævar," sagði hann við athöfnina. Það var árið 1986 sem Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars um endurupptöku á máli hans. Sævar gafst þó ekki upp og hélt því alltaf fram að sannleikurinn yrði að koma í ljós. Séra Örn Bárður tók þar undir með Sævari í minningarorðunum með vísan í frumvarp að nýrri stjórnarskrá.Kistulagður sama dag og frumvarpið var afhent Alþingi „Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að stjórnvöld veiti upplýsingar og opni aðgang að skjölum. Þær greinar ættu að verða ykkur til hjálpar sem viljið fá sannleikann fram í máli Sævars og annarra sakborninga," sagði hann. Séra Örn Bárður rifjaði upp orð sem Sævar lét falla á árum áður þegar hann virtist sannfærður um að á Íslandi myndi allt hrynja fyrr en síðar. „Þegar Ísland hrynur, þá ætla ég ekki að verða undir brakinu," eru meðal þekktustu orða Sævars. Í máli séra Arnar Bárðar kom fram að Sævar hefði staðið við þessi orð enda bjó hann í Danmörku hin síðari ár þegar ástand mála á Íslandi var í sögulegri lægð. „Nú er hann kominn aftur heim. Hann varð ekki undir brakinu. Hann er kominn heim á tímum uppbyggingar þegar flest horfir til betri vegar. Hann var kistulagður á föstudaginn var, sama dag og frumvarp að nýrri stjórnarskrá var afhent Alþingi." Minningarorð séra Arnar Bárðar má lesa í heild sinni með því að smella hér. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inntaki og markmiði," sagði séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju, í minningarorðum um Sævar Cieselski sem hann jarðsetti í gær. Athöfnin fór fram frá Dómkirkjunni og gerði séra Örn Bárður frumvarp að nýrri stjörnarskrá að umtalsefni og las fjórum sinnum upp úr frumvarpinu. Sjálfur sat séra Örn Bárður í stjórnlagaráði og kom þannig að gerð frumvarpsins, sem var afhent forseta Alþingis í síðustu viku. Séra Örn Bárður sagði að í kaflanum um dómsvald í frumvarpinu sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómstóla og koma í veg fyrir að aðrir en hæfustu menn séu skipaðir dómarar. Sem kunnugt er fékk Sævar þyngsta dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda. Hann játaði brot sitt eftir ofbeldisfullar yfirheyrslur í Síðumúlafangelsinu en dró játninguna síðar til baka og krafðist endurupptöku málsins. Hæstiréttur hafnaði því.Skoraði á kirkjugesti að kynna sér frumvarpið „Ég skora á ykkur sem hér eruð saman komið að kynna ykkur frumvarpstextann og taka honum fagnandi. Ísland þarf nýjar leikreglur fyrir upprisuna sem nú er í vændum og ég skora á allt gott fólk að tala máli nýrrar stjórnarskrá og leggjast á árarnar með okkur sem rituðum textann og sigla honum í vör með taktföstum áratökum," sagði séra Örn Bárður við útför Sævars í gær. Þá las hann upp úr mannréttindakafla frumvarpsins fyrir kirkjugesti, og sagðist sannfærður um að Sævar myndi kunna vel að meta nýja stjórnarskrá. „Hún geymir mörg merkileg ákvæði sem hefðu glatt Sævar," sagði hann við athöfnina. Það var árið 1986 sem Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars um endurupptöku á máli hans. Sævar gafst þó ekki upp og hélt því alltaf fram að sannleikurinn yrði að koma í ljós. Séra Örn Bárður tók þar undir með Sævari í minningarorðunum með vísan í frumvarp að nýrri stjórnarskrá.Kistulagður sama dag og frumvarpið var afhent Alþingi „Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að stjórnvöld veiti upplýsingar og opni aðgang að skjölum. Þær greinar ættu að verða ykkur til hjálpar sem viljið fá sannleikann fram í máli Sævars og annarra sakborninga," sagði hann. Séra Örn Bárður rifjaði upp orð sem Sævar lét falla á árum áður þegar hann virtist sannfærður um að á Íslandi myndi allt hrynja fyrr en síðar. „Þegar Ísland hrynur, þá ætla ég ekki að verða undir brakinu," eru meðal þekktustu orða Sævars. Í máli séra Arnar Bárðar kom fram að Sævar hefði staðið við þessi orð enda bjó hann í Danmörku hin síðari ár þegar ástand mála á Íslandi var í sögulegri lægð. „Nú er hann kominn aftur heim. Hann varð ekki undir brakinu. Hann er kominn heim á tímum uppbyggingar þegar flest horfir til betri vegar. Hann var kistulagður á föstudaginn var, sama dag og frumvarp að nýrri stjórnarskrá var afhent Alþingi." Minningarorð séra Arnar Bárðar má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira