Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Linda Blöndal skrifar 21. mars 2015 19:04 Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki. Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki.
Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira