Tæp 90 prósent eigna Framtakssjóðs á markað innan 3 ára 24. nóvember 2011 11:52 Icelandair er komið á markað. Framtakssjóður Íslands áformar að tæplega 90% núverandi eignasafns sjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað innan þriggja ára samkvæmt tilkynningu frá Framtakssjóði Íslands. Þau fyrirtæki sem til stendur að skrá á markað eru SKÝRR, N1, Icelandic Group og Promens. Nú er hlutur sjóðsins í Icelandair eina skráða eign sjóðsins. Þessi umbreyting er í samræmi við stefnu Framtakssjóðsins um að taka þátt í endurreisn hlutabréfamarkaðar á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins, á málþingi Deloitte, kauphallarinnar og Viðskiptaráðs um virkan hlutabréfamarkaðar á Íslandi í morgun. Þau félög sem til stendur að skrá hafa öll sterka stöðu, hvert á sínum markaði. SKÝRR er í dag níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndum, með starfsemi á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Áætluð velta félagsins á yfirstandandi ári er um 24 milljarðar króna og hjá félaginu starfa um 1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi. Icelandic Group er leiðandi alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki. Í lok árs 2011, eftir að eignir félagsins í Bandaríkjunum og tengd starfsemi hafa verið seldar, er gert ráð fyrir að Icelandic Group reki starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu, áætluð heildarvelta verði rúmlega 80 milljarðar króna og starfsmenn verði um 1.200 talsins. N1 er leiðandi fyrirtæki á íslenskum eldsneytismarkaði með um 35-40% hlutdeild. Velta félagsins á árinu 2010 var um 46 milljarðar króna og er helmingur sölu annað en eldsneyti. Hjá félaginu starfa um 650 manns. Félagið hefur nýlega lokið við fjárhagslega endurskipulagningu og er rekstrargrundvöllur félagsins orðinn sterkur á ný. Promens er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 47 verksmiðjur Í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku. Lykilverksmiðjur eru á Dalvík og í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og Póllandi. Tekjur félagsins námu 560 milljónum evra á síðasta ári og EBITDA var um 50 milljónir evra. Um 4.200 manns starfa hjá fyrirtækinu. Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Framtakssjóður Íslands áformar að tæplega 90% núverandi eignasafns sjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað innan þriggja ára samkvæmt tilkynningu frá Framtakssjóði Íslands. Þau fyrirtæki sem til stendur að skrá á markað eru SKÝRR, N1, Icelandic Group og Promens. Nú er hlutur sjóðsins í Icelandair eina skráða eign sjóðsins. Þessi umbreyting er í samræmi við stefnu Framtakssjóðsins um að taka þátt í endurreisn hlutabréfamarkaðar á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins, á málþingi Deloitte, kauphallarinnar og Viðskiptaráðs um virkan hlutabréfamarkaðar á Íslandi í morgun. Þau félög sem til stendur að skrá hafa öll sterka stöðu, hvert á sínum markaði. SKÝRR er í dag níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndum, með starfsemi á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Áætluð velta félagsins á yfirstandandi ári er um 24 milljarðar króna og hjá félaginu starfa um 1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi. Icelandic Group er leiðandi alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki. Í lok árs 2011, eftir að eignir félagsins í Bandaríkjunum og tengd starfsemi hafa verið seldar, er gert ráð fyrir að Icelandic Group reki starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu, áætluð heildarvelta verði rúmlega 80 milljarðar króna og starfsmenn verði um 1.200 talsins. N1 er leiðandi fyrirtæki á íslenskum eldsneytismarkaði með um 35-40% hlutdeild. Velta félagsins á árinu 2010 var um 46 milljarðar króna og er helmingur sölu annað en eldsneyti. Hjá félaginu starfa um 650 manns. Félagið hefur nýlega lokið við fjárhagslega endurskipulagningu og er rekstrargrundvöllur félagsins orðinn sterkur á ný. Promens er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 47 verksmiðjur Í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku. Lykilverksmiðjur eru á Dalvík og í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og Póllandi. Tekjur félagsins námu 560 milljónum evra á síðasta ári og EBITDA var um 50 milljónir evra. Um 4.200 manns starfa hjá fyrirtækinu.
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira