Tæla þarf iðnaðarmenn heim eins og lækna Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2015 12:15 Framkvæmdastjóri Samiðnar segir iðnaðarmenn sem flúið hafa land ekki treysta umhverfinu á Íslandi. Bæta þurfi kjör þeir með sama hætti og kjör lækna. vísir/gva Framkvæmdastjóri Samiðnar segir allt of fáa iðnaðarmenn sem flúðu land í kreppunni snúa aftur heim frá útlöndum. Þeir treysti enn ekki umhverfinu á Íslandi og bæta þurfi kjör þeirra með svipuðum hætti og gert var með nýlegum samningum við lækna. Um áramótin lauk fimm ára verkefni undir nafninu Allir vinna, þar sem fólk gat lengst af fengið allan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald íbúðarhúsnæðis endurgreiddan. Þetta var gert til að lina höggið sem iðnaðarmenn urð fyrir þegar hrun varð í framboði verkefna. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar segir þetta hafa komið sér vel fyrir minni atvinnurekendur í byggingariðnaði og haft góð áhrif. „Já, alveg tvímælalaust virkaði það og þetta var náttúrlega ekki síst gert líka til að örva almenning til að fara í viðhald og endurbætur á sínum eignum. Það skilaði sér bæði í aukinni vinnu og örvaði fólk til framkvæmda,“ segir Þorbjörn. Á árunum eftir hrun flúði mikill fjöldi faglærðra iðnaðarmanna land og þá sérstaklega til Noregs enda fátt um fína drætti á Íslandi þegar nánast öll vinna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis stöðvaðist. Þorbjörn segir verkefnið Allir vinna vissulega hafa dregið úr flóttanum. Ekki þurfi að verða mikil aukning á verkefnum til að skortur verði á iðnaðarmönnum. „Það stafar nú m.a. af því að menn koma miklu hægar heim frá Noregi en menn gerðu ráð fyrir. Það er eins og menn treysti ekki umhverfinu hérna,“ segir Þorbjörn. Í læknadeilunni var mikið rætt um atgervisflótta sem þyrfti að koma í veg fyrir og hækka þyrfti launin til að fá lækna aftur heim. „Það sem þarf að gera, bæði til að fá menn til að koma heim og líka til að fá fólk inn í iðngreinarnar, er algerlega sambærilegt og hjá læknunum. Það þarf að huga að því að stytta vinnutímann. Hann er of langur hérna. Fólki finnst þetta ekki nægjanlega áhugavert og það þarf að hækka almen laun,“ segir Þorbjörn. Sérstaklega þurfi að hækka kauptryggingarhluta launa iðnaðarmanna. Þá sé verkefnastaðan þannig núna að mikið sé byggt fyrir þá sem hafi peninga milli handanna en lítið sem ekkert af íbúðum fyrir venjulegt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. Breyta þurfi íbúðalánakerfinu til að svo megi verða. „Fólk hefur bara ekki getu til að kaupa. Þeir sem eru að koma út á íbúðamarkaðinn hafa bara ekki kaupgetu til að kaupa íbúðir. Sérstaklega snýr þetta að útborguninni. Þannig að hluti af íbúðamarkaðnum eða uppbyggingunni er alls ekki farinn í gang,“ segir Þorbjörn Guðmundsson. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samiðnar segir allt of fáa iðnaðarmenn sem flúðu land í kreppunni snúa aftur heim frá útlöndum. Þeir treysti enn ekki umhverfinu á Íslandi og bæta þurfi kjör þeirra með svipuðum hætti og gert var með nýlegum samningum við lækna. Um áramótin lauk fimm ára verkefni undir nafninu Allir vinna, þar sem fólk gat lengst af fengið allan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald íbúðarhúsnæðis endurgreiddan. Þetta var gert til að lina höggið sem iðnaðarmenn urð fyrir þegar hrun varð í framboði verkefna. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar segir þetta hafa komið sér vel fyrir minni atvinnurekendur í byggingariðnaði og haft góð áhrif. „Já, alveg tvímælalaust virkaði það og þetta var náttúrlega ekki síst gert líka til að örva almenning til að fara í viðhald og endurbætur á sínum eignum. Það skilaði sér bæði í aukinni vinnu og örvaði fólk til framkvæmda,“ segir Þorbjörn. Á árunum eftir hrun flúði mikill fjöldi faglærðra iðnaðarmanna land og þá sérstaklega til Noregs enda fátt um fína drætti á Íslandi þegar nánast öll vinna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis stöðvaðist. Þorbjörn segir verkefnið Allir vinna vissulega hafa dregið úr flóttanum. Ekki þurfi að verða mikil aukning á verkefnum til að skortur verði á iðnaðarmönnum. „Það stafar nú m.a. af því að menn koma miklu hægar heim frá Noregi en menn gerðu ráð fyrir. Það er eins og menn treysti ekki umhverfinu hérna,“ segir Þorbjörn. Í læknadeilunni var mikið rætt um atgervisflótta sem þyrfti að koma í veg fyrir og hækka þyrfti launin til að fá lækna aftur heim. „Það sem þarf að gera, bæði til að fá menn til að koma heim og líka til að fá fólk inn í iðngreinarnar, er algerlega sambærilegt og hjá læknunum. Það þarf að huga að því að stytta vinnutímann. Hann er of langur hérna. Fólki finnst þetta ekki nægjanlega áhugavert og það þarf að hækka almen laun,“ segir Þorbjörn. Sérstaklega þurfi að hækka kauptryggingarhluta launa iðnaðarmanna. Þá sé verkefnastaðan þannig núna að mikið sé byggt fyrir þá sem hafi peninga milli handanna en lítið sem ekkert af íbúðum fyrir venjulegt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. Breyta þurfi íbúðalánakerfinu til að svo megi verða. „Fólk hefur bara ekki getu til að kaupa. Þeir sem eru að koma út á íbúðamarkaðinn hafa bara ekki kaupgetu til að kaupa íbúðir. Sérstaklega snýr þetta að útborguninni. Þannig að hluti af íbúðamarkaðnum eða uppbyggingunni er alls ekki farinn í gang,“ segir Þorbjörn Guðmundsson.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira