Viðskipti innlent

Tæknikonur funda um sjálfbærni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Aðsend
Félagið Konur í tækni heldur fund á morgun og verður fundurinn helgaður sjálfbærni í tilefni Græns apríls. Markmiðið er að gefa gestum innsýn inn í atvinnulífið og að sýna hvernig samfélagsábyrgð getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot.

Konur í tækni er átaksverkefni sem Armina Ilea, Auður Alfa Ólafsdóttir og Paula Gould, starfsmenn GreenQloud, fóru af stað með haustið 2013. Markmið þess er að hvetja ungar stúlkur til að sækja sér starfsferil í tækni, ýta undir starfsframa kvenna í tækni og myndun tengslaneta.

„Í þetta sinn langar okkur til þess að gefa gestum innsýn inn í það sem er að gerast í atvinnulífinu á Íslandi í umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð og skoða hvaða hlutverki konur gegna í þessu samhengi,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, markaðsfulltrúi GreenQloud.

Fundir eru haldnir mánaðarlega á vegum mismundandi fyrirtækja og með mismunandi áherslu hverju sinni samkvæmt fréttatilkynningu. Síðasti fundur félagsins var haldinn í húsakynnum CCP og mættu um 140 manns.

Að þessu sinni er fundurinn haldinn í höfuðstöðvum GreenQloud klukkan 17:30 á morgun, 15. apríl.

Þær Halldóra Hreggviðsdóttir, Guðný Reimarsdóttir og Auður Alfa Ólafsdóttir munu fjalla um umhverfisvænan iðnað á Íslandi. Hvernig samfélagsábyrgð getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot og hvað konur hafa til málanna að leggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×