Icesave

Fréttamynd

Enn óvissa um stuðning við Icesave samkomulag

Mikil óvissa er um stuðning stjórnarandstöðunnar við nýtt Icesave samkomulag. Þingmenn Framsóknarflokksins eru að fara yfir málið og hafa ekki tekið afstöðu, en formaður flokksins segir mikilvægt að þjóðin eigi síðasta orðið.

Innlent
Fréttamynd

Icesave verður flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni

Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert samkomulag um Icesave frumvarp

Tilraunir forystumanna ríkisstjórnarinnar til þess að fá stjórnarandstöðuna í lið með sér við framlagningu frumvarps vegna Icesave-samninganna fóru út um þúfur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Geta sagt Icesave samningnum upp eftir áramót

Bretar og Hollendingar geta einhliða sagt sig frá nýjum Icesave samningi ef Alþingi verður ekki búið að samþykkja Icesave lögin og forsetinn undirrita þau fyrir áramót. Þetta kemur fram í Icesave samningunum sem fréttastofa hefur undir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina

„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka.“ Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Staða ríkisstjórnarinnar veikst að mati doktors í stjórnmálafræði

Staða ríkisstjórnarinnar hefur veikst verulega að mati Stefaníu Óskarsdóttur, doktor í stjórnmálafræði, sem var í spjalli í Íslandi í dag eftir fréttir í kvöld. Þar var farið yfir pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eftir að nýr Icesave-samningur náðist við Breta og Hollendinga í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben undir feldi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að fara yfir öll gögn sem tengjast nýjum Icesave-samningum. Hann mun ekki tjá sig fyrr en hann hefur kynnt sér málið til hlítar, segir Friðjón R. Friðjónsson, aðstoðarmaður hans.

Innlent
Fréttamynd

Hefur einlægan og brennandi áhuga á skuldamálum þjóðríkja

Lee C. Buchheit, formaður Icesave-nefndar Íslands, hefur eytt 14 klukkutímum heima hjá sér síðasta mánuðinn. Hann segir betri samning í Icesave-deilunni ekki fást nema til þess kæmi að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi niðurgreiddu kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri ekki líkleg á niðurskurðartímum. Því myndi dómstólaleið blasa við, með hættunni á að málið myndi tapast þar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icesave-málið verður ekki klárað fyrir jól

„Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnar­andstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“

Innlent
Fréttamynd

Svavar tjáir sig ekki

Svavar Gestsson, sem fór fyrir Icesave samninganefndinni fyrir ári síðan, mun ekki tjá sig um Icesave málið að svo komnu. Hins vegar kann að vera að hann tjái sig um það síðar meir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar ánægðir með nýja samninginn

Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýstu bæði yfir mikilli ánægju með nýjan Icesave-samning að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegið.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur segir ósanngjarnt að bera samningana saman

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er mjög ánægður með nýjan samning í Icesave-deilunni og segir hann vera risaáfanga í endurreisn Íslands. Hann bendir á að allt aðrar aðstæður séu nú en þegar fyrri samningur var gerður í fyrrasumar og því sé ekki sanngjarnt að bera samningana saman. Steingrímur var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi um Icesave-samninginn.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra Breta fagnar nýjum Icesavesamningi

George Osborne fjármálaráðherra Breta fagnar því að nýr Icesave samningur liggi nú á borðinu. Breska fjármálráðuneytið sendi frá sér tilkynningu seint í gær þar sem segir að ásættanleg lok á málinu fyrir báða aðila muni marka nýjan kafla í samskiptum Breta og Íslendinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Steingrímur íhugi stöðu sína

„Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu,“ segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum.

Innlent
Fréttamynd

Öllum í hag að klára málið

„Þessi niðurstaða er í takt við það sem okkur hafði verið kynnt áður og eftir kynningunni að dæma er þessi niðurstaða mun hagstæðari en þeir samningar sem áður voru á borðinu, þannig að ég tel að það sé öllum í hag að klára málið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kveðst vonast til að það geti orðið fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Lánið hugsanlega greitt upp á einu ári

Verði eftrstöðvar höfuðstóla af skuldbindingum vegna Icesave lána frá Bretum og Hollendingum lægri en sem nemur 45 milljörðum króna, munu Íslendingar greiða þær að fullu innan 12 mánaða frá því að greiðslur af láninu hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Lagalegu fyrirvararnir skipta miklu máli

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins segist vilja vera spar á yfirlýsingar um nýja Icesave samninginn þangað til hann sé búinn að kynna mér samninginn í þaula. En miðað við það sem kynnt hafi verið fyrir honum virðist samningurinn vera sanngjarnari á margan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Ögmundur vill skoða niðurstöðuna betur

„Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu.

Innlent
Fréttamynd

Alveg óvíst hver endanleg upphæð verður

„Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?“ Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst laust fyrir klukkan sjö í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Umtalsvert lægri vextir

Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um.

Innlent
Fréttamynd

Greiða Hollendingum 3% vexti

Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Icesave-samninganefndin komin til landsins

Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag.

Innlent