Innlent

Öllum í hag að klára málið

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson
„Þessi niðurstaða er í takt við það sem okkur hafði verið kynnt áður og eftir kynningunni að dæma er þessi niðurstaða mun hagstæðari en þeir samningar sem áður voru á borðinu, þannig að ég tel að það sé öllum í hag að klára málið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kveðst vonast til að það geti orðið fljótlega.

Samtökin hafa frá upphafi lagt áherslu á að samið yrði um Icesave-málið sem allra fyrst, enda hafi það staðið í vegi fyrir því að atvinnulífið næði fullum dampi. Nú þegar þessi samningur liggur fyrir, telur Vilhjálmur þá að biðin hafi verið þess virði? „Það er bara sagnfræðin sem getur sagt til um það – ef það verður þá einhvern tímann hægt,“ segir hann.

Fleira en Icesave-málið hafi staðið í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu, til dæmis gjaldeyrishöft, og því sé afar erfitt að leggja mat á það í krónum hversu mikið töfin sem slík hafi kostað samfélagið.- sh


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×