Viðskipti innlent

Steingrímur: Risavaxið skref til endurreisnar

Steingrímur J. Sigúfsson fjármálaráðherra segir að nýi Icesave samningurinn sé risvaxið skref í átt til endurreisnar Íslands. Steingrímur er mjög ánægður með hinn nýja samning.

Þetta kom fram í máli Steingríms í morgunþætti RUV fyrir stundu. Aðspurður segir Steingrímur að ekki sé sanngjarnt að bera hinn nýja samning við þann gamla. Aðstæður nú séu allt aðrar en þær voru þegar fyrri samningurinn var undirritaður.

Þá segir Steingrímur að hinn nýi samningur verði Íslendingum aldrei óviðráðanlegur á neinum stigum hans og að greiðslum verði lokið árið 2016.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×