Félagsmál

Fréttamynd

Kemur til greina að neyslurými verði færanleg

Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins.

Innlent
Fréttamynd

„Veistu hvað kostar að reka þetta fólk?“

Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Gekk fimm daga fram yfir og fær ekki fæðingarorlof

Vera Sjöfn Ólafsdóttir og Stefan Lees eignuðust sitt fyrsta barn í lok desember. Þau fluttu til landsins í sumar frá Englandi þar sem Vera lauk námi í júní. Hún gekk aftur á móti fimm daga fram yfir settan dag sem gerði það að verkum að hún á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum sem námsmaður. Þess í stað á hún rétt á um áttatíu þúsund krónum á mánuði í sex mánuði sem foreldri utan vinnumarkaðar. Það er um hundrað þúsund krónum minna á mánuði en hún fengi sem námsmaður. Stefan, sem er erlendur ríkisborgari en hefur unnið samfleytt hér á landi frá því í september, á ekki rétt á neinu orlofi.

Innlent
Fréttamynd

Lífskjör öryrkja eru þjóðarhneisa

Hin kokhrausta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur margoft lýst því yfir að það séu sjálfsögð manréttindi að bæta hag og lífskjör öryrkja og það sé reyndar ætlunin.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“

Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og það sé verið að refsa manni fyrir að eignast barn“

„Þetta er kvennamál eins mikið og viljum og segjum að við búum í feminískri útópíu, þá er þetta kvennamál,“ segir Ásgerður Heimisdóttir, móðir og nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Dóttir Ásgerðar kom í heiminn í desember 2019 og ætla mætti að þá hefði Ásgerður átt rétt á fæðingarorlofsgreiðslum eða fæðingarstyrk námsmanna. Svo var hins vegar ekki. Hún féll á milli kerfa og reyndist algjörlega réttlaus.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk, geðheilbrigði og atvinnulífið

Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja.

Skoðun
Fréttamynd

Skelltu límmiða á Loft og fengu söluleyfið aftur

Umbúðir bjórsins Lofts, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði sett sölubann á vegna brots á lögum um tóbaksvarnir, hafa verið ritskoðaðar og leyfi fengist til að selja bjórinn í ÁTVR á nýjan leik. Bruggmeistari eyddi deginum í að útbúa nýjar umbúðir og gerir ráð fyrir að bjórinn fari í hillur á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að fleiri hafi gleymst við boðun í bólusetningu

Salóme Mist Kristjánsdóttir óttast að fleiri í hennar stöðu hafi lent í því að gleymast í kerfinu við boðun í bólusetningu gegn covid-19. Í gær fékk hópur fólks sem nýtir svokallaða NPA-þjónustu fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Salóme aftur á móti, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir og er notandi sambærilegrar þjónustu hjá Kópavogsbæ, fékk aftur á móti ekkert boð í bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Þjösnaskapur Útlendingastofnunar

Árið 2018 og 2019 gerði Nordregio sem er norræn rannsóknarstofnun, rannsókn á samfélögum á Norðurlöndum sem hafa hátt hlutfall íbúa af erlendum uppruna og valdi til þess eitt sveitarfélag í hverju landi.

Skoðun
Fréttamynd

Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra

Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn var stór­hættu­legur og kerfið brást

Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Að vera tryggður en samt ekki

Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Reiðir sig á hjálparsamtök svo börnin fái að borða

Einstæð tveggja barna móðir sem býr við mikla fátækt kvíðir jólunum. Hún segir að þó að hún sé í fullri vinnu þá séu peningarnir búnir þann fimmta hvers mánaðar. Hún þurfi að reiða sig á hjálparsamtök til að geta gefið börnum sínum að borða.

Innlent
Fréttamynd

Hvellskýr krafa foreldra um sveigjanlegt fæðingarorlof

Alþingi hefur nú þegar ákveðið þá miklu framför að fæðingarorlofið verði 12 mánuðir frá og með 1. janúar n.k. Í dag eiga foreldrar sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að 4 mánuði hvort um sig og að auki sameiginlega 2 mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið eða foreldrarnir skipt með sér.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er algjört met, algjört met"

Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid.

Innlent