Erlend sakamál

Fréttamynd

„Hann er ekki sekur“

Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur.

Erlent
Fréttamynd

Mæðgur myrtar í Noregi

Móðir og átta ára dóttir hennar fundust látnar í borginni Kristiansand í Noregi í dag. Málið er rannsakað sem morð. 

Erlent
Fréttamynd

Á­kærð fyrir að að reyna að bana enn einu korna­barninu

Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 

Erlent
Fréttamynd

Fylgdi Google Maps fram af ónýtri brú og lést

Fjölskylda manns sem lést eftir að hafa ekið fram af brú, sem hafði hrunið níu árum áður, hefur stefnt tæknirisanum Google. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki uppfært gervihnattakort sitt með þeim afleiðingum að maðurinn lést.

Erlent
Fréttamynd

Álamafía upprætt í Evrópu

Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni.

Erlent
Fréttamynd

Alræmdi strokufanginn handtekinn

Strokufanginn Daniel Abed Khalife hefur verið handtekinn í London. Hans hafði verið leitað síðan á miðvikudagsmorgun eftir að í ljós kom að hann hafði sloppið úr fangelsinu HMP Wandsworth í suðvesturhluta höfuðborgar Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár milljónir í fundar­laun fyrir stroku­fangann

Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land.

Erlent
Fréttamynd

Boðar nýja á­kæru á hendur syni Biden

Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður um að drepa tvær ungar konur í Ár­ósum

Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa drepið tvær ungar konur í úthverfi Árósa í Danmörku. Hann var handtekinn í tengslum við dauða átján ára stúlku um helgina en er nú talinn hafa átt þátt í dauða annarrar konu í júlí. Konurnar eru taldar hafa látist af völdum eitrunar.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka koss Ru­bi­a­les sem mögu­legt kyn­ferðis­brot

Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi.

Sport
Fréttamynd

Kettir Ásu fjar­lægðir og komið fyrir í „dauða­at­hvarfi“

Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn í Kristjaníu á­tján ára

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast út eins og fórnar­lamb hans

Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. 

Erlent
Fréttamynd

Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnar­lambið

Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans.

Erlent