Erlent

Beiðni um lausnar­gjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Umfangsmikil leit var gerð að hinni níu ára gömlu Charlotte Sena, sem fannst heil á húfi á heimili manns.
Umfangsmikil leit var gerð að hinni níu ára gömlu Charlotte Sena, sem fannst heil á húfi á heimili manns. Lögreglan í New York-rík

Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn.

Charlotte Sena var ásamt fjölskyldu sinni í útilegu í Moreau Lake-þjóðgarðinum í New York-ríki. Í kjölfarið hófst mikil leit af stúlkunni. CNN fjallar um málið.

Um það bil 36 klukkustundum eftir að greint var frá hvarfi Charlotte fór maðurinn sem er grunaður um að ræna henni, að heimili hennar og fjölskyldu hennar og kom fyrir bréfi í póstkassa hússins. Þar krafðist hann lausnargjalds.

Lögregla uppgötvaði bréfið og hóf um leið rannsókn á því, en foreldrar stúlkunnar voru enn í þjóðgarðinum að leita að Charlotte. Rannsókn leiddi í ljós fingraför sem virtust tilheyra hinum 47 ára gamla Nelson Ross. Upplýsingar um fingraför hans voru til í gagnagrunni lögreglu frá því að hann hafði keyrt undir áhrifum áfengis árið 1999.

Lögreglulið réðst í kjölfarið inn í húsið þar sem Ross var talinn halda sig og þar var hann handtekinn, jafnframt fannst Charlotte inni í skáp í húsinu. Yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi verið heil á húfi.

Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk að hitta foreldra sína aftur.

Kathy Hochul, ríkisstjóri New York-ríkis, segir að eðli málsins samkvæmt hafi málið tekið mikið á. „Með hverri klukkustund sem leið dvínaði von okkar. Við höfum heyrt sögur sem þessar, sem enda illa,“ er haft eftir henni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×