Erlent

Grunaður um að drepa tvær ungar konur í Ár­ósum

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Árósum, annarri stærstu borg Danmerkur. Ungur karlmaður er grunaður um að valda dauða tveggja ungra kvenna með skömmu millibili þar.
Frá Árósum, annarri stærstu borg Danmerkur. Ungur karlmaður er grunaður um að valda dauða tveggja ungra kvenna með skömmu millibili þar. Getty

Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa drepið tvær ungar konur í úthverfi Árósa í Danmörku. Hann var handtekinn í tengslum við dauða átján ára stúlku um helgina en er nú talinn hafa átt þátt í dauða annarrar konu í júlí. Konurnar eru taldar hafa látist af völdum eitrunar.

Sá grunaði var leiddur fyrir dómara á Austur-Jótlandi í dag. Hann er 24 ára gamall og var handtekinn á sunnudag eftir að stúlkan fannst látin í íbúð hans í Brabrand, úthverfi Árósa. Lögregla taldi aðstæður grunsamlegar og tilkynnti í dag að hann yrði ákærður fyrir manndráp, að sögn danska ríkisútvarpsins DR

Hann er einnig ákærður fyrir dauða 23 ára gamallar konu sem fannst meðvitundarlaus í íbúð hans í júlí. Konan lést fjórum dögum síðar.

Dánarorsök kvennanna liggur ekki fyrir en lögregla telur að þær hafi látist af völdum einhvers konar lyfjaeitrunar. Upphaflega taldi lögregla ekki að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað við dauða eldri konunnar.

„Þetta mál er nokkuð ólíkt mörgum öðrum málum þar sem við getum strax sagt að séu morðmál. Hér verði við að rannsaka dánarorsökina. Við teljum, og ég legg áherslu á að við teljum, að það hafi verið eitrun í báðum tilfellum,“ segir Flemming Nørgaard, aðstoðarlögreglustjóri á Austur-Jótlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×