Ítalski boltinn

Fréttamynd

Mílanóliðin í stuði

Mílanóliðin AC og Inter söxuðu á forskot Juventus á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag, en liðin unnu bæði sannfærandi 4-0 sigra á andstæðingum sínum.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Lazio og Juventus

Lazio og Juventus skildu jöfn 1-1 í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi, en Juve hefur engu að síður 11 stiga forskot á helstu keppinauta sína sem eiga leik í dag. Tommaso Rocchi kom heimamönnum yfir í leiknum, en franski framherjinn David Trezeguet jafnaði skömmu síðar fyrir Juve og það varð lokaniðurstaðan. Treviso skaust af botninum með góðum sigri á Lecce, 2-1.

Sport
Fréttamynd

Tapaði áfrýjun sinni gegn Chelsea

Framherjinn Adrian Mutu tapaði í dag áfrýjun sinni á hendur fyrrum liði sínu Chelsea á Englandi, en hann var rekinn frá félaginu og samningi hans sagt upp í október á síðasta ári, eftir að Rúmeninn varð uppvís að neyslu kókaíns.

Sport
Fréttamynd

Heilsaði aftur að hætti fasista

Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio er aftur kominn í fréttirnar á Ítalíu eftir að hann heilsaði áhorfendum að fasistasið með útréttri hendi í leik gegn Livorno um helgina, en hann var fyrir skömmu sektaður um háa fjárhæð fyrir að gera slíkt hið sama þegar hann fagnaði marki.

Sport
Fréttamynd

Verður frá út árið

Markvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus er meiddur og verður frá út árið eftir að hafa meiðst á tá á æfngu. Buffon mun því missa af í það minnsta tveimur leikjum en vonir standa til um að hann verði orðinn klár í slaginn þann 7. janúar þegar Juve sækir Palermo heim. Buffon hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili, en hann er einnig ítalskur landsliðsmaður.

Sport
Fréttamynd

Við verðum með í baráttunni

Roberton Mancini hefur fulla trú á því að lið hans Inter Milan geti veitt AC Milan og Juventus verðuga samkeppni í baráttunni um ítalska meistaratitilinn eftir að lið hans lagði erkifjendur sína í AC í Milanoslagnum í gær, 3-2.

Sport
Fréttamynd

Juventus í 10 stiga forystu

Juventus náði í dag 10 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta þegar liðið valtaði yfir Cagliari, 4-0. David Trezeguet skoraði tvö mörk fyrir Juve og Pavel Nedved eitt en fjórða markið var sjálfsmark. 7 leikjum er lokið í Serie A í dag.

Sport
Fréttamynd

Del Piero jafnaði markamet Juve

Framherjinn Allesandro Del Piero jafnaði í gær markamet Giampiero Boniperti hjá Juventus í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í meistaradeildinni í 3-1 sigri á Rapid Vín. Þessi mikli markahrókur hefur því skorað 182 mörk fyrir félagið í öllum keppnum.

Sport
Fréttamynd

Albertini leggur skóna á hilluna

Miðjumaðurinn ítalski Demetrio Albertini hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika sem atvinnumaður eftir langan og glæsilegan feril og ætlar að einbeita sér að því að þjálfa á næstunni. Albertini á að baki glæstan feril með ítalska landsliðinu og AC Milan, þar sem hann gerði garðinn frægan á síðasta áratug.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur Fiorentina á Milan

Fiorentina skaust í annað sæti ítölsku A deildarinnar í dag, þegar liðið vann stórsigur á AC Milan, 3-1. Ítalski landsliðsmaðurinn Luca Toni skoraði tvö marka Fiorentina, sem er í öðru sætinu ásamt Milan eftir sigurinn. Juventus hefur enn fimm stiga forskot í deildinni eftir sannfærandi 4-1 sigur á Roma í gær.

Sport
Fréttamynd

Arsenal hafði ekki nógu mikinn áhuga

Patrick Vieira miðjumaður Juventus á Ítalíu segir í nýútkominni ævisögu sinni að áhugaleysi Arsenal á að hafa sig áfram, hafi verið þess valdandi að hann yfirgaf félagið í sumar. Vieira segir að það hafi verið orð varastjórnarformanns Arsenal, David Dean, sem hröktu hann til Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Juventus heldur toppsætinu

Efstu liðin á Ítalíu unnu auðvelda sigra í gær og því er staðan á toppnum í A-deildinni óbreytt eftir leiki helgarinnar. Juventus vann Livorno 3-0 og AC Milan tók Udinese í kennslustund 5-1.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Juventus

AC Milan skellti Juventus, 3-1, í risaslag ítalska fótboltans í gærkvöldi en leikið var á San Siro í Milano. Clarence Seedorf, Kaka og Andrea Pirlo skoruðu fyrir Milan í fyrri hálfleik en David Trezeguet minnkaði muninn fyrir Juve stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Juve á tímabilinu en þeir höfðu unnið alla níu leiki sína fyrir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Juventus setti met

Juventus hefur enn fimm stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Sampdoria í gærkvöldi, sem var jafnframt níundi sigurleikur liðsins í röð í upphafi leiktíðar, sem er nýtt met í A-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Rómverjar sektaðir

Knattspyrnulið Roma hefur verið sektað um 25.000 evrur eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu smápeningi í höfuðið á dómaranum í grannaslag Roma og Lazio um helgina. Því miður eru atburðir sem þessi tíðir á Ólympíuleikvanginum í Róm, en stuðningsmenn liðanna beggja eru þekktir fyrir að vera ansi heitir.

Sport
Fréttamynd

Ítalía: Kýldi vallarstarfsmann

Alessandro Del Piero skoraði eina mark Juventus sem heldur áfram ótrauðri sigurgöngu sinni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 1-0 sigri á Messina í gærkvöldi. Juve er nú með fullt hús stiga að loknum 7 umferðum. Í hinum leik gærkvöldsins tapaði Siena fyrir Udinese, 2-3 í leik þar sem afar sjaldgæf sjón varð fyrir augum áhorfenda.

Sport
Fréttamynd

Inter í 2. sætið á Ítalíu

Inter Milan lyfti sér upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með stórsigri á Livorno, 5-0. Inter er 6 stigum á eftir toppliði Juventus sem er með fullt hús stiga eftir 7 umferðir. Fiorentina sem var jafnt AC Milan í 2. sæti fyrir umferðina mistókst að saxa á forskot Juve þar sem liðið tapaði fyrir Lazio, 1-0 í dag.

Sport
Fréttamynd

Juventus í 5 stiga forystu

Juventus náði 5 stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með 2-0 sigri á Inter Milan. David Trezeguet og Pavel Nedved skoruðu mörk Juve sem er með 18 stig eða fullt húst stiga eftir 6 umferðir í Serie A. AC Milan og Fiorentina koma næst með 13 stig í öðru og þriðja sæti.

Sport
Fréttamynd

Maldini skoraði tvö fyrir AC Milan

Sjálfur varnarmaðurinn og fyrirliðinn Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Reggina. Með sigrinum lyfti liðið sér í 2. sæti Serie A í fótbolta á Ítalíu og er með 13 stig,  tveimur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik inni gegn Inter Milan í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Lecce rekinn

Ítalska fótboltaliðið Lecce rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Angelo Grugucci. Gregucci var ráðinn til félagsins í sumar þegar hann tók við af Tékkanum Zdenek Zeman. Undir stjórn Gregucci lék Lecce fimm leiki og tapaði fjórum þeirra.

Sport
Fréttamynd

Adriano semur við Inter

Brasilíski framherjinn Adriano hefur framlengt samning sinn við Inter Milan á Ítalíu um tvö ár og verður því samningsbundinn félaginu til ársins 2010. Adriano nýtti sér með þessu framlengingarákvæði sem var í samningnum hans sem hann undirritaði í fyrra eftir að hann kom til Inter frá Parma.

Sport
Fréttamynd

Maldini með met og sigur

Varnarmaðurinn ótrúlegi Paolo Maldini hjá AC Milan fagnaði tvöfalt þegar lið hans vann sigur á botnliði Treviso 2-0 í ítalska boltanum í dag. Maldini hefur nú leikið flesta leiki allra í sögu deildarinnar og bætti met Dino Zoff, sem spilaði 570 á ferlinum í ítölsku deildinni.

Sport
Fréttamynd

Capello með fæturna á jörðinni

Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að byrjun liðsins í deildarkeppninni á Ítalíu sé ekkert til að hrópa húrra fyrir þrátt fyrir fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og hefur áhyggjur af leiknum við Udinese annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Juventus með fullt hús

Juventus er eina liðið á Ítalíu sem hefur unnið alla leiki sína. Ítalíumeistararnir sigruðu Ascoli, 2-1, í gær. Juventus er með níu stig en fjögur lið eru með sjö stig: Fiorentina, Lazio, Palermo og Livorno.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Inter á Lecce

Inter Milan vann auðveldan sigur á Lecce með þremur mörkum gegn engu í ítölsku fyrstu deildinni í fótbolta í gær og Parma marði 1-0 sigur á Empoli. Inter er efst í deildinni með sjö stig en það gæti breyst í dag þegar þriðju umferðinni lýkur.

Sport
Fréttamynd

Óvænt tap hjá AC Milan

AC Milan tapaði óvænt fyrir Sampdoria í ítalska fótboltanum í dag, 2-1 þar sem nýliðinn Alberto Gilardino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Milan. Leikurinn markaði tvöföld tímamót fyrir fyrirliðann Paolo Maldini sem var að leika sinn 800. leik fyrir félagið auk þess sem hann jafnaði leikjamet Dino Zoff sem lék 570 leiki í efstu deild á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Juventust burstaði Empoli

Juventus, Livorno og Udinese eru einu liðin með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Juve burstaði Empoli 4-0 í gær. Frakkinn Patrick Viera skoraði fyrsta mark sitt fyrir Juve og landi hans, David Trezeguet, skoraði tvívegis.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir á Sýn í dag

Þrír leikir verða sýndir beint á Sýn í dag og í kvöld. Klukkan 16 hefst leikur Palermo og Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni. Strax á eftir klukkan 18 verður skipt yfir til Madrídar á Spáni en þá hefst leikur Real Madríd og Celta Vigo.

Sport
Fréttamynd

Rekinn eftir einn leik

Attilio Tesser komst ekki á spjöld sögunnar sem þjálfari Cagliari í ítölsku knattspyrnunni, því í gær var hann rekinn úr starfi sínu eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins einum leik.

Sport
Fréttamynd

Collina hættur að dæma

Ítalski dómarinn Pierluigi Collina er hættur að dæma, það tilkynnti hann forráðamönnum ítalska knattspyrnusambandsins í dag. Hann hafði nýverið gert auglýsingasamning við bílaframleiðandann Opel sem einnig styrkir A.C. Milan en samningurinn var afar illa séður af ítölsku knattspyrnuforustunni og aðdáendum annara liða en A.C Milan.

Sport