Innlent

Kviknaði í hverju fjórhjólinu á fætur öðru

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í Vestmannaeyjum í dag.
Frá vettvangi í Vestmannaeyjum í dag. Slökkvilið Vestmannaeyja

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum slökkti eld í fjórum fjórfjólum í brekkunni á leiðinni upp í Stórhöfða. Talið er að eldinn megi rekja til bilunar í einu hjólinu.

Greint er frá verkefninu í færslu slökkviliðsins á Facebook. Útkallið barst frá Neyðarlínunni um klukkan hálf tvö. Þegar að var komið logaði eldur í fjórum af sex hjólum sem lagt hafði verið í vegkantinum.

Altjón varð á fjórhjólunum fjórum.Slökkvilið Vestmannaeyja

„Strax var farið í það að bjarga þeim tveimur hjólum sem eftir voru en mikill reykur, eldur og hiti var í hinum fjórum. Slökkvistarf gekk vel þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður en altjón varð á hjólunum.“

Slökkvilið við störf í Eyjum á öðrum tímanum í dag.Slökkvilið Vestmannaeyja

Eldsupptök eru telin mega rekja til bilunar í einu af hjólunum sem var númer þrjú í röðinni. Eldur í því varð til þess að eldur barst í næstu hjól fyrir aftan með aðstoð vindsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×