Sport

Juventus setti met

Juventus komst í metabækurnar í gærkvöldi
Juventus komst í metabækurnar í gærkvöldi NordicPhotos/GettyImages

Það voru þeir Adrian Mutu og David Trezeguet sem skoruðu mörk Tórínóliðsins, sem bætti með sigrinum met yfir flesta sigra í röð í upphafi móts, en gamla metið var einmitt sett af Juventus annarsvegar 1930 og hinsvegar árið 1985.

Inter Milan tapaði 3-2 á heimavelli fyrir Roma, eftir að hafa lent undir 3-0. Mikill hiti var í leikmönnum eins og venja er hjá Rómverjum um þessar mundir og voru þeir Totti og Veron sendir í bað undir lok leiksins. Totti skoraði tvö mörk í leiknum, en brasilíski framherjinn Adriano skoraði tvö fyrir Inter.

AC Milan lenti undir gegn Empoli, en vann 3-1 með tveimur mörkum frá Gilardino og einu frá Vieri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×