Sport

Albertini leggur skóna á hilluna

Demetrio Albertini var ótrúlega sigursæll með liði AC Milan á tíunda áratugnum
Demetrio Albertini var ótrúlega sigursæll með liði AC Milan á tíunda áratugnum NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn ítalski Demetrio Albertini hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika sem atvinnumaður eftir langan og glæsilegan feril og ætlar að einbeita sér að því að þjálfa á næstunni. Albertini á að baki glæstan feril með ítalska landsliðinu og AC Milan, þar sem hann gerði garðinn frægan á síðasta áratug.

"Þegar maður hefur átt feril eins og ég, spilandi undir stjórn manna eins og Arrigo Sacchi og Fabio Capello hjá AC Milan, liggur beinast við að skoða það að fara út í þjálfun," sagði Albertini, sem varð Evrópumeistari með AC Milan árið 1994 og vann alls fimm ítalska meistaratitla með Milan.

Albertini lék fyrsta leik sinn fyrir Milan í janúar 1989 og var hjá félaginu þangað til hann var keyptur til Atletico Madrid á Spáni árið 2002. Síðan hefur hann átt stutta viðkomu hjá Lazio, Atalanta og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×