Körfubolti

Fréttamynd

Styrmir stiga­hæstur í sigri

Styrmir Snær Þrastarson var stigahæsti maður vallarins er Belfius Mons vann góðan átta stiga útisigur gegn Kortrijk í hollensku og belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 72-80.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltakvöld: Lyfjaprófssaga Teits

Teitur Örlygsson, fyrrum körfuboltamaður og nú sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hafði heldur skemmtilega sögu að segja um lyfjapróf í síðasti þætti Körfuboltakvölds.

Körfubolti
Fréttamynd

E­vera­ge til Hauka eftir allt saman

Körfuboltamaðurinn Everage Richardsson mun ganga í raðir Hauka frá Breiðabliki eftir allt saman. Mögulega vistaskipti Everage en nú er ljóst að hann mun klára tímabilið með Haukum.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnaður Elvar Már úr leik

Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var hreint út sagt magnaður þegar lið hans PAOK mátti þola 13 stiga tap gegn Tofas í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, lokatölur 84-71 Tofas í vil. PAOK er úr leik eftir tap kvöldsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara Rún riftir samningi sínum á Spáni

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir hefur rift samningi sínum við spænska félagið AE Sedis Bàsquet. Hún samdi við félagið um mitt síðasta ár en er nú frjálst að færa sig um set.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er ekki ó­heiðar­legt að tala við vini sína“

Haukar heimsóttu toppbaráttulið Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þegar 14.umferð Subway deilda karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Haukar freistuðu þess að komast á sigurbraut og reyna rífa sig aðeins frá botnbaráttunni. Byrjuðu þeir leikinn vel og sýndu viðbrögð sem Maté Dalmay þjálfari Hauka vonaðist til að sjá fyrir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það var svo­lítill haustbragur á þessu hjá okkur“

Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Hann er ekki fram­tíðin“

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar var farið yfir stöðu Jonathan Kuminga hjá Golden State Warriors, hvort Memphis Grizzlies komist í umspil, ekki lengur hægt að bera saman tölfræði fortíðar og nútíðar og að lokum Kevin Durant.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfu­bolta­kvöld: „Regla númer eitt í lífinu“

Keflavík lagði Hamar í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Það var þó ekki það sem vakti athygli í Körfuboltakvöldi heldur þegar Keflavík brunaði upp völlinn en einn af starfsmönnum leiksins stóð á miðjum vellinum eftir að hafa verið að þrífa gólfið.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég held að þetta sé liðið til að vinna“

Arnar Guðjónsson tapaði tvo daga í röð gegn Njarðvík þessa helgina. Fyrst í gær með karlaliðið og nú aftur í dag með kvennaliðið en Njarðvík vann leikinn í dag nokkuð örugglega, lokatölur 60-79. Arnar var nú samt nokkuð léttur og sagði Njarðvíkinga alltaf vera velkomna í Garðabæinn þegar hann var spurður hvort þeim yrði boðið á Þrettándagleðina í kvöld. 

Körfubolti