Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu

Fréttamynd

Þagnarmúrinn rofinn

Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna.

Skoðun
Fréttamynd

Eftirlit – eftirlit!

Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum.

Skoðun
Fréttamynd

Falskur söngur heykvíslakórsins

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. "Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? "Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“

Bakþankar
Fréttamynd

Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti.

Innlent
Fréttamynd

Saltmálið: SS breytir verklagi sínu

Sláturfélag Suðurlands hefur breytt verklagi sínu og ætlar ekki lengur að láta upplýsingar frá seljendum rekstrarvara nægja heldur mun það í framtíðinni krefjast staðfestingar frá framleiðendum á að viðkomandi vörur séu hæfar til matvælaframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðiseftirlit óánægt með Matvælastofnun

Það er framleiðsla, dreifing og geymsla á svonefndu iðnaðarsalti sem veldur því að það er ekki notað til manneldis, en ekki efnasamsettning saltsins, sem veldur því að það er ekki notað til manneldis, segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fúsk & Fyrirlitning hf.

Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts

Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur

Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið.

Innlent