Innlent

Fyrirtæki upplýsi hvert þeirra notaði iðnaðarsalt

Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason

Upplýsingar um það hvaða fyrirtæki notuðu iðnaðarsalt og í hvaða vörum verða aðgengilegar á vef talsmanns neytenda á næstu dögum. Þegar hafa einhver fyrirtæki sett sig í samband við embættið.

Til að auðvelda fyrirtækjunum sem keyptu iðnaðarsalt að upplýsa um það hvort þau notuðu það í matvæli og þá hvaða, hefur verið útbúið sérstakt vefviðmót á heimasíðu talsmanns neytenda.

Talsmaður neytenda tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist krefjast upplýsinga um málið. Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki upplýst um notkun sína á saltinu, ýmist opinberlega eða með erindi til talsmanns neytenda.

Eðalfiskur hefur þegar tilkynnt að ekkert iðnaðarsalt hafi verið notað í matvæli, og MS innkallaði allar vörur sem innihéldu það. Á næstu dögum mun svo birtast listi yfir fleiri fyrirtæki, sem verður uppfærður eftir því sem upplýsingar berast. Þau fyrirtæki sem keyptu iðnaðarsalt en bregðast ekki við tilmælum embættisins um upplýsingagjöf munu fá send formleg erindi.

Matvælastofnun hefur upplýst að engar vísbendingar séu um hættu af völdum iðnaðarsalts í matvælum. - þeb


Tengdar fréttir

Guðmundur: Mikið álag að vera í tveimur störfum

Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×