Erlendar

Fréttamynd

Loksins sigur hjá New York

Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir skelltu Sacramento Kings á útivelli, en Toronto Raptors er enn án sigurs.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Heiðar metinn á 2 milljónir punda

Breska dagblaðið Sunday Mirror greindi frá því í gær að Steve Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Birmimgham, ætli að gera sænska liðinu Halmstad tilboð í Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Eyjapeyjinn er sagður metinn á 2 mlljónir punda en það jafngildir um 216 milljónum íslenskra króna.

Sport
Fréttamynd

Besti hópur sem ég hef haft

Enski landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson kveðst aldrei hafa haft á jafn sterkum leikmannahópi úr að velja og um þessar mundir og segir að ef hann sleppir við meiðsli treystir hann sér að fara langt með þennan hóp á HM á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Úr leik þrátt fyrir sigur

"Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega.

Sport
Fréttamynd

Arsenal vildi mig ekki

Patrick Vieira, leikmaður Juventus á Ítalíu, er harðorður í garð síns gamla félags Arsenal í nýútkominni ævisögu sinni en hann segir að liðið hafi ekki viljað hafa sig áfram.

Sport
Fréttamynd

Arsenal hafði ekki nógu mikinn áhuga

Patrick Vieira miðjumaður Juventus á Ítalíu segir í nýútkominni ævisögu sinni að áhugaleysi Arsenal á að hafa sig áfram, hafi verið þess valdandi að hann yfirgaf félagið í sumar. Vieira segir að það hafi verið orð varastjórnarformanns Arsenal, David Dean, sem hröktu hann til Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Slakið á væntingunum!

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta er jarðbundinn þrátt fyrir glæstan 2-3 sigur Englendinga á Argentínu í vináttulandsleik í gær. Hann sendir Bretum skýr skilaboð í dag en þar í landi á almenningur til að líta frekar stórt á landsliðið sitt á stundum.

Sport
Fréttamynd

Molde sigraði Moss

Molde sigraði Moss 3-2 á útivelli í fyrri leik liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Molde um næstu helgi. Molde varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk fyrir hálfum mánuði og Moss í 3. sæti 1. deildar.

Sport
Fréttamynd

Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum

Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum.

Sport
Fréttamynd

Leitar að varamanni fyrir Ívar

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading sem Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson leika með hyggst leita að varaskífu fyrir Ívar nú á meðan hlé stendur yfir í deildum vegna landsleikja. Á stuðningsmannasíðu Reading segir að Coppell hafi augastað á Sam Sodje hjá Brentford sem á að vera til staðar ef Ívar eða félagi hans í miðverðinum, Ibrahima Sonko, skyldu meiðast.

Sport
Fréttamynd

Eiður og Duff á klakanum

Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í.

Sport
Fréttamynd

Svíar og S-Kórea skildu jöfn

Svíar náðu jafntefli gegn Suður Kóreu, 2-2 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kóreu í morgun. Svíar léku án fyrirliðans Olaf Melberg og sóknartríósins Henrik Larsson, Freddie Ljundberg og Zlatan Ibrahimovich.

Sport
Fréttamynd

Búningsherbergi Man Utd hlerað

Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur.

Sport
Fréttamynd

Alfreð tekur við 2007

Velimir Kljaic hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Gummersbach til ársins 2007 en hann hefur verið að standa sig vel með liðið í vetur. Með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson.

Sport
Fréttamynd

Stefnir á endurkomu í næstu viku

Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United stefnir á að snúa aftur til keppni með liðinu í æfingaleik gegn utandeildarliðinu Burton Albion í næstu viku. Hinn þrítugi Neville hefur verið frá keppni vegna kviðslits síðan í ágúst. Leikurinn verður sérstakur viðhafnarleikur í tilefni af opnun nýs leikvangs hjá Albion liðinu.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar toppa á réttum tíma

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að liðið muni toppa á réttum tíma og hefur engar áhyggjur af því liðið hafi ekki unnið stórþjóð í síðustu fimmtán landsleikjum.

Sport
Fréttamynd

Lampard bestur í október

Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea var í dag útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann skoraði sex mörk í fjórum leikjum Chelsea í október, þar sem Chelsea náði í níu stig af tólf mögulegum.

Sport
Fréttamynd

Jewell aftur kjörinn stjóri mánaðarins

Paul Jewell, stjóri nýliða Wigan í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins annan mánuðinn í röð. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur og hálft ár sem sami stjóri fær þennan heiður tvisvar í röð.

Sport
Fréttamynd

Solberg enn í fyrsta sætinu

Norski rallkappinn Petter Solberg á Subaru heldur enn forystu í Ástralíurallinu eftir annan dag keppninnar, sem klárast um helgina. Gamla kempan Colin McRae er kominn í þriðja sætið, eftir að Marcus Grönholm féll úr leik eftir að hafa ekið útaf eins og heimsmeistarinn Sebastien Loeb. Solberg hefur 46 sekúndu forskot á McRae.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðið liggur nokkuð ljóst fyrir

Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, hefur gefið sterkar vísbendingar um það hvernig hann mun stilla byrjunarliði sínu upp í æfingaleiknum við Argentínu í Genf á morgun.

Sport
Fréttamynd

Einbeitir sér að því að spila á Spáni

Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði.

Sport
Fréttamynd

Detroit með 5. sigurinn í röð

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og þar bar hæst að Detroit Pistons skelltu Phoenix Suns á útivelli 111-104 í frábærum leik sem sýndur var í beinni útsendingu á NBATV í nótt. Miami vann nauman útisigur á Houston 88-84 og Atlanta tapaði 5. leiknum í röð, nú gegn LA Clippers 102-95.

Sport
Fréttamynd

Prinsinn getur komist á toppinn á ný

Fyrrum þjálfari hnefaleikakappans Prince Naseem Hamed, segir að hann eigi fína möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn ef hann ákveði að snúa aftur í hringinn, en hinn 31 árs gamli Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara í þrjú ár.

Sport
Fréttamynd

Phoenix - Detroit í beinni útsendingu

Það verður sannkallaður stórleikur í beinni á NBA TV í nótt, þar sem Steve Nash og félagar í Phoenix Suns taka á móti Austurdeildarmeisturum Detroit Pistons. Phoenix hefur gengið betur án Amare Stoudemire en menn þorðu að vona, en Detroit er á mikilli siglingu og er eina taplausa liðið í NBA.

Sport
Fréttamynd

Gerði nýjan samning við Wigan

Varnarmaðurinn Pascal Chimbonda hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við spútniklið Wigan í ensku úrvalsdeildinni, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Bastia fyrir hálfa milljón punda.

Sport
Fréttamynd

Eru dagar Alain Perrin taldir?

Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth virðist loksins vera að missa þolinmæðina í garð knattspyrnustjórans Alain Perrin, sem hefur aðeins stýrt liðinu til sigurs í fjórum af tuttugu leikjum síðan hann tók við á síðasta tímabili. Það er versti árangur nokkurs stjóra í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Æsileg barátta um annað sætið

Petter Solberg og Marcus Grönholm há nú mikið einvígi um annað sætið í stigakeppni ökumanna á heimsmeistaramótinu í ralli. Nú stendur Ástralíurallið sem hæst og þar hefur Solberg nauma forystu eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. Þeir félagar eru hnífjafnir í öðru sæti stigakeppninnar með 71 stig, en eru þó 56 stigum á eftir heimsmeistranum Sebastien Loeb sem þegar hefur tryggt sér titilinn.

Sport
Fréttamynd

Ánægður hjá Liverpool

Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hjá Liverpool segist nú vera ánægður í herbúðum liðsins og segist vilja klára samning sinn hjá félaginu. Cissé var mjög ósáttur með að vera ekki í byrjunarliði Liverpool í upphafi leiktíðar, en er nú orðinn markahæstur í liðinu og virðist hafa skipt um skoðun.

Sport
Fréttamynd

Látið Crouch í friði

Michael Owen hefur biðlað til stuðningsmanna enska landsliðsins að baula ekki á Peter Crouch þegar hann spilar fyrir liðið, því það geti grafið undan sjálfstrausti hans. Áhorfendur bauluðu á Crouch þegar hann spilaði fyrir England gegn Austurríki í síðasta mánuði, en framherjinn leggjalangi hefur ekki skorað mark fyrir Liverpool eða enska landsliðið í 16 leikjum á tímabilinu.

Sport