Hælisleitendur

Fréttamynd

Hælis­leit­endur ekki fengið pláss í Konu­koti

Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými.

Innlent
Fréttamynd

Yfir tuttugu sam­tök lýsa þungum á­hyggjum og boða ráð­herra á fund

Yfir tuttugu fé­laga­sam­tök lýsa þungum á­hyggjum af mjög al­var­legri stöðu sem upp sé komin í mál­efnum fólks á flótta, sem vísað hafi verið úr allri þjónustu opin­berra aðila eftir nei­kvæða niður­stöðu um­sóknar um vernd á báðum stjórn­sýslu­stigum. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem sam­tökin boða til sam­ráðs­fundar næst­komandi mánu­dag.

Innlent
Fréttamynd

Enn engin niður­staða í máli þjónustu­svipts flótta­fólks

Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu

Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki heimilt að að­stoða þjónustu­svipta hælis­leit­endur

Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 

Innlent
Fréttamynd

„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“

Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

„Það er væntan­lega með skert ferða­frelsi“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir.

Innlent
Fréttamynd

Vill opna „bú­setúr­ræði með tak­mörkunum“ fyrir flótta­fólk

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur.

Innlent
Fréttamynd

Út­hugsað ill­virki

Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér.

Skoðun
Fréttamynd

Hafna því að sveitar­fé­lög beri á­byrgð á hælis­leit­endunum

Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi.

Innlent
Fréttamynd

Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni

Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Lögin eru að virka sem skyldi“

Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað verður um Blessing á föstudag?

Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­viðir eru ekki að springa vegna flótta­fólks

Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að ekki verði til tvær mis­munandi þjóðir í landinu

Fyrirhugað er að koma upp einingahúsum fyrir allt að þúsund umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þá munu börn hælisleitenda sækja nám í sértæku úrræði áður en þau fara í almennt skólakerfi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir mikil tækifæri fólgin í að taka vel á móti fólki. 

Innlent
Fréttamynd

Með veika móður og ein­hverfa dóttur en fær ekki hæli

Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki sjálf­stætt mark­mið að Ís­land verði enda­stöð“

Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­nes­bær látinn sitja einn í súpunni

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. 

Innlent