Hælisleitendur

Fréttamynd

Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku

Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi.

Innlent
Fréttamynd

Felldu til­lögu minni­hlutans: „Þau vilja halda þessu í út­lendinga­frum­varpinu til að rétt­læta ó­geðið“

Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er

Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám

Þó þing­flokkar hafi náð saman um heildarra­mma þing­loka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er veiting ríkis­borgara­réttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þing­lok í al­gert upp­nám.

Innlent
Fréttamynd

Ungt félagshyggjufólk um allan heim fordæmir fjöldabrottvísanir

Alþjóðasamtök ungliðahreyfinga jafnaðar- og félagshyggjuflokka (IUSY) fordæma fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir flóttafólks á Íslandi. Neyðarályktun þess efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á heimsþingi IUSY sem fór fram í höfuðborg Albaníu dagana 2.-4. júní.

Innlent
Fréttamynd

Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­varpi Jóns frestað fram á haust

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning

Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna.

Innlent
Fréttamynd

Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak

Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum.

Innlent
Fréttamynd

Segir skýringar ráð­herra á laga­grund­velli brott­vísana villandi

Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna.

Innlent
Fréttamynd

„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnar­sam­starfið ekki mikil­vægara en mann­úð

Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus.

Innlent
Fréttamynd

Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar

Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 

Innlent
Fréttamynd

Rang­færslur ráð­herra

Í viðtali í Morgunútvarpinu í gær, þann 24. maí 2022, fór Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, með ýmsar rangfærslur varðandi fyrirhugaða fjöldabrottvísun flóttafólks sem fjallað hefur verið um í fréttum upp á síðkastið.

Skoðun