Snæfellsbær

Fréttamynd

Íbúðalánasjóður vill selja sveitarfélögunum

Íbúðalánasjóður kannaði fyrr í mánuðinum áhuga sveitarfélaga á því að kaupa fasteignir af sjóðnum. Eignirnar er meðal annars hægt að nýta sem félagslegt húsnæði. Sjóðurinn hefur selt tæplega 3.500 fasteignir á síðustu fimm

Innlent
Fréttamynd

Einu kartöflubændurnir á Vesturlandi

„Þetta er auðvitað viss áhætta, maður veit aldrei hversu mikil uppskeran verður,“ segir Þóra Kristín Magnúsdóttir, bóndi á Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, spurð hvernig standi á því að hún og maður hennar, Helgi Sigurmonsson bóndi, séu einu kartöflubændurnir á öllu Vesturlandi. „Það voru fleiri í þessu hér áður fyrr en svo hættu allir nema við.“ Þóra og Helgi höfðu nýlokið við að setja niður útsæðið þegar Fréttablaðið hitti þau.

Innlent
Fréttamynd

Eitt af bestu sjávarsíðuhótelunum

Breska blaðið The Independent hefur valið Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt umhverfi þess dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Þá er saga hótelsins rakin í stuttu máli og sagt frá því að það hafi verið byggt eftir að eldra hótel á sama stað brann og að þar sé að finna ljósmyndir frá 19. öld og glerlampa sem bjargað var úr eldinum í bland við nútímaleg húsgögn.

Menning