Danmörk

Fréttamynd

Danski sam­göngu­ráð­herrann segir af sér

Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi eftir að þingmenn Einingarlistans, sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins vantrausti, sögðust ekki lengur bera traust til ráðherrans.

Erlent
Fréttamynd

Á­ætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember

Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt undirafbrigði ómíkron sagt smitast auðveldar manna á milli

Danskir vísindamenn segja nýtt undir-afbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi smitast enn auðveldar manna á milli. Undirafbrigðið nefnist BA.2 og vísindamennirnir segja það vera um þriðjungi líklegra til að smitast manna á milli en BA.1.

Erlent
Fréttamynd

Nokkrir látnir af völdum stormsins

Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum

Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna.

Innlent
Fréttamynd

Telur að Ís­lendingar muni fyrir­gefa Dönum

Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar.

Innlent
Fréttamynd

Hag­kaup frestar Dönskum dögum í ljósi að­stæðna

Stjórnendur Hagkaups hafa tekið ákvörðun um að fresta fyrirhöguðum Dönskum dögum um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Líkt og frægt er orðið töpuðu Danir fyrir Frökkum í mikilvægum leik á EM í handbolta í gærkvöldi en með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja niður allar sótt­varna­að­gerðir í Dan­mörku

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fallið verði frá öllum sóttvarnarráðstöfunum þar í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta þýðir að næturlífinu verða engar skorður settar, grímunotkun ónauðsynleg og svo fram eftir götunum.

Erlent
Fréttamynd

Danski þjóðar­flokkurinn kominn með nýjan for­mann

Danski þingmaðurinn Morten Messerschmidt var í gær kjörinn formaður Danska þjóðarflokksins (d. Dansk Folkeparti). Hann tekur við stöðunni af Kristian Thulesen Dahl sem hætti í kjölfar bágrar niðurstöðu flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Margrét nú verið drottning í hálfa öld

Danir fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur varð drottning landsins. Fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna valdaafmælisins hafði áður verið frestað til næsta hausts vegna heimsfaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Danir hafi van­rækt hand­rita­sátt­málann

Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs

Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé.

Erlent