Björgunarsveitir

Fréttamynd

Tólf hundruð veður­tepptum ferða­löngum bjargað af Grinda­víkur­vegi í nótt

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

„Um leið og þú losar einn þá festist annar“

Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum.

Innlent
Fréttamynd

Leita að tvítugum karlmanni við Þykkvabæjarfjöru

Karlmaðurinn sem leitað hefur verið að á Suðurlandi síðan seinnipartinn í gær er rúmlega tvítugur. Lögregla hóf eftirgrennslan eftir honum að beiðni aðstandenda í Árnessýslu um fimmleytið síðdegis í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út tveimur klukkustundum síðar.

Innlent
Fréttamynd

Geggjað jólaskreytt 45 metra mastur á Hvolsvelli

Ef einhvers staðar er hægt að tala um risa jólaskreytingu í ár, þá er það á Hvolsvelli því þar er búið að setja jólaseríur upp í fjörutíu og fimm metra hæð á símamastri, sem þar stendur. Rúmlega kílómetri af blikkandi seríum er á mastrinu.

Lífið
Fréttamynd

Leitar­svæðið á Faxa­flóa stækkað í dag

Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni.

Innlent
Fréttamynd

Leitin að Frið­finni heldur á­fram í dag

Leitinni að hinum 42 ára gamla Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í dag. Ekkert hefur spurst til Friðfinns síðan á fimmtudaginn í síðustu viku, en þá sást hann í Kuggavogi í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Faðir Frið­finns segist þakk­látur

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem leitað er um þessar mundir segir engar fréttir vera af máli sonar síns. Hann þakkar fyrir skjót vinnubrögð viðbragðsaðila og kallar eftir frekari fjármagnsveitingu til þess að lögreglan megi vinna betur gegn undirheimum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Meiri gæði, öryggi og ánægja í ferðamannalandinu Íslandi

Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við.

Skoðun
Fréttamynd

Dósum stolið fyrir milljón frá Hjálparsveitinni Tintron

Mikið svekkelsi er á meðan björgunarsveitarmanna í Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnes- og Grafningshreppi því það er ítrekað verið að stela dósum úr dósagámum sveitarinnar, sem staðsettir eru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Drengurinn fannst sofandi í strætó

Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó.

Innlent
Fréttamynd

Sendu tvær þyrlur eftir sprengingu um borð í flutningaskipi

Landhelgisgæslunni barst í dag tilkynning um eld um borð í erlendu flutningaskipi undan ströndum Íslands. Áhafnir tveggja þyrla, varðskipsins Þórs og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru kallaðar út á mesta forgangi.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys við Kirkjufell

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

250 manna flug­slysa­æfing á Akur­eyri

Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni.

Innlent
Fréttamynd

Minna álag sé samvinnufúsum almenningi og góðum undirbúningi að þakka

Verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg segir góðan undirbúning almannavarna og samvinnufúsan almenning hafa stuðlað að því að verkefni björgunarsveita voru færri en ráð hafði verið gert fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt en þau voru þrjátíu talsins. Veðurfræðingur segir veðurspár hafa ræst að mestu.

Innlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir tjón á Djúpa­vogi

Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón.

Innlent