Vísindi

Fréttamynd

NASA horfir lengra út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi rostunga skráður á rússneska heimskautinu

Rússneskir vísindamenn hafa skýrt frá metfjölda skráðra Atlantshafs-rostunga á Frans Jósefslandi, eyjaklasa austur af Svalbarða. Jafnframt segjast þeir hafa fundið stærstu einstöku rostunganýlendu í sögu heimskautsrannsókna á einni af eyjum rússneska eyjaklasans.

Erlent
Fréttamynd

Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn

Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Vetrarbrautin verr blönduð en talið var

Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta.

Erlent
Fréttamynd

Hangandi nashyrningar og bakteríuflóra götutyggjós

Hvernig er best að flytja nashyrning? Getur fullnæging dregið úr nefstíflum? Breytist líkamslykt áhorfenda í kvikmyndahúsum eftir því hvað verið er að horfa á? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem handhafar Ig Nóbelsverðlaunanna freistuðu þess að svara.

Erlent
Fréttamynd

Hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Framtíð nýsköpunar

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á málþing sem Alvotech og Háskóli Íslands, í samstarfi við Aztiq, standa í dag. Málþingið fjallar um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar undir yfirskriftinni: Biotechnology: The importance of a relationship between research and industry.

Innlent
Fréttamynd

Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum

Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns.

Innlent
Fréttamynd

Verðlaunaður fyrir „byltingarkennda nýjung“ í leit að fjarreikistjörnum

Guðmundur Kári Stefánsson, íslenskur stjarneðlisfræðingur, hefur verið sæmdur verðlaunum í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í að þróa nýja tækni sem gerir nákvæmar mælingar á fjarreikistjörnum frá jörðu niðri mögulegar. Nóbelsverðlaunahafi og yfirmaður stjarneðlisfræðideildar NASA eru á meðal þeirra sem hafa áður unnið verðlaunin.

Innlent
Fréttamynd

Hvar munu milljón Íslendingar búa?

Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa?

Skoðun
Fréttamynd

„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun

Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið

Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Boraði fyrstu holuna á Mars

Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera.

Erlent
Fréttamynd

Stjörnu­fræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol

Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol.

Erlent