Innlent

Gervitungl náði mynd af Vatnajökli í allri sinni dýrð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndvinnsla myndarinnar gerir jökulinn svona bláleitan, en það er gert til aðgreina ís og ský.
Myndvinnsla myndarinnar gerir jökulinn svona bláleitan, en það er gert til aðgreina ís og ský. Mynd/NASA

Það var varla ský á himni þegar LANDSAT-8 gervitunglið festi meðfylgjandi mynd af Vatnajökli á filmu.

Vakin er athygli á myndinni í Facebook-hópnum Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Íslands þar sem segir að jökullinn hafi komið vel út.

„Vatnajökull kom vel út á LANDSAT-8 gervitunglamynd dagsins (USGS & NASA 08.08.2021), varla ský að sjá á jöklinum en góðviðris-skýjahnoðrar í kring um hann - eins og oft vill verða,“ segir í færslu sem fylgir myndinni,

Vakin er athygli á því að myndvinnslan geri jökulinn svona bláleitan, enda sé markmiðið með henni að aðgreina ís og ský ig kalla fram landslag á jöklinum.

„Þar er að mörgu að hyggja og fylgjast með; ýmsir katlar, lón og eldstöðvar sem eru kunnar fyrir margskonar óþekkt,“ segir í færslunni.

Vatnajökull kom vel út á LANDSAT-8 gervitunglamynd dagsins (USGS & NASA 08.08.2021), varla ský að sjá á jöklinum en...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Sunnudagur, 8. ágúst 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×