HM 2018 í Rússlandi

Fréttamynd

Akinfeev hetjan í vítakeppni

Igor Akinfeev var hetja Rússa gegn Spánverjum þegar hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni og tryggði Rússum sæti í 8-liða úrslitum HM í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Pogba: Mbappe er hæfileikaríkari en ég

Miðjumaðurinn Paul Pogba segir félaga sinn í franska landsliðinu Kylian Mbappe vera miklu hæfileikaríkari en hann sjálfur. Mbappe var framúrskarandi í sigri Frakka á Argentínu í 16-liða úrslitunum á HM í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Tabarez áhyggjufullur yfir meiðslum Cavani

Edinson Cavani var hetja Úrúgvæ í gær þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Portúgal í 16-liða úrslitum á HM. Landsliðsþjálfarinn Oscar Tabarez hefur áhyggjur af ástandi Cavani, en hann þurfti að fara meiddur af velli.

Fótbolti
Fréttamynd

Eggjum kastað í Suður-Kóreumenn

Suður Kórea er úr leik á HM þrátt fyrir sigur á Þjóðverjum í lokaleik riðlakeppninnar. Leikmennirnir snéru aftur til heimalandsins í gær og fengu þar óblíðar móttökur frá nokkrum stuðningsmönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Englendingar eru búnir að æfa vítaspyrnukeppnir síðan í mars

16-liða úrslitin á HM í fótbolta hefjast í dag. Útsláttarkeppni þar sem jafntefli er ekki í boði og leikir framlengdir eða sendir í vítaspyrnukeppni ef þess þarf. Vítaspyrnukeppnir hafa í gegnum tíðina verið akkilesarhæll Englendinga en Gareth Southgate vill snúa því gengi við.

Fótbolti
Fréttamynd

Sampaoli: Ég ræð skiptingunum, ekki Messi

Mikið hefur verið rætt um að landsliðsþjálfari Argentínu Jorge Sampaoli ráði í raun afskaplega litlu og það sé stjarna liðsins Lionel Messi sem stjórni byrjunarliði liðsins og hvaða skiptingar séu gerðar.

Fótbolti