Fótbolti

Ballack setur spurningarmerki við nýjan samning Löw skömmu fyrir mót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Löw við komuna aftur til Þýskalands.
Löw við komuna aftur til Þýskalands. vísir/getty
Þýska goðsögnin, Michael Ballack, hefur sett spurningarmerki við það að þjálfari þýska landsliðsins, Joachim Löw, hafi fengið nýjan samning skömmu fyrir mót.

Þýskaland er úr leik eftir riðlakeppnina á HM í Rússlandi en það eru 80 ár liðin síðan Þýskaland var sparkað út úr riðlakeppninni og einungis í annað skiptið í sögunni.

„Úrslitin á miðvikudaginn voru mikið áfall fyrir mig. Eftir EM eða HM þá geturu dæmt þá vinnu sem hefur verið unnin þau tvö ár á undan,” sagi Ballack.

„Æfingarleikir og undankeppnir fyrir fótboltaþjóð eins og Þýskaland er ekki það mikilvægasta og fyrir þá vinnu var það óþarfi að gefa Löw nýjan fjögurra ára samning nokkrum vikum fyrir HM.”

„Hvort að Löw sé rétti maðurinn til að stýra liðinu, veit ég ekki. Það eru engar skýringar hvernig lið með þennan hóp getur endað í neðsta sæti riðilsins. Hvernig getur liðið lent í vandræðum með þetta einfalda í fótboltanum?”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×