Fótbolti

Sumarmessan: Geir Ólafs kvaddi með frábærum söng

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stórsöngvarinn Geir Ólafsson var sérstakur gestur í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Geir var duglegur að láta í sér heyra og gefa sitt álit á hinum ýmsu málum sem strákarnir ræddu en hann er stuðningsmaður kólumbíska landsliðsins.

Hann kvaddi svo þáttinn með því að gera það sem hann gerir best, syngja. Undurfagran söng Geirs má heyra í sjónvarpsglugganum í fréttinni.

Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×