Synti frá Vestmannaeyjum til Landeyja Gissur Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2016 08:58 Jón Kristinn Þórsson fyrir sundið í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Friðriksson Sundkappinn Jón Kristinn Þórsson náði landi á Landeyjasandi á sjöunda tímanum í morgun en hann hóf sundið frá Eiðinu í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sundið tók sjö og hálfa tíma en stefnt hafði verið á að ná til Landeyjahafnar á fjórum tímum. Straumar reyndust óhagstæðir en vegalengdin er um 15 kílómetrar. „Þetta gekk brösulega en ég kláraði þetta. Þetta var erfiðara en ég bjóst við,“ segir Jón Kristinn. Straumarnir hafi verið miklu meiri en hann hafi órað fyrir. Jón hafði rætt við menn sem hafa synt þessa leið og eftir þau samtöl reiknaði hann með fjórum tímum í sjónum. Hann velti fyrir sér að hætta við. „Það hvarflaði að mér strax í byrjun þegar ég sá hve úfinn sjórinn var og straumarnir miklir. Ég ákvað samt að halda smá áfram og þetta batnaði aðeins,“ segir Jón Kristinn sem starfar sem lögreglumaður og greinilega í góðu formi. Ermasundið næst á dagskrá Sjórinn var í kringum ellefu gráður að hans sögn en hann segist varla muna eftir augnablikinu þegar hann loks kom í land. „Ég man að ég kom í land en skildi strákana ekki alveg þegar þeir voru að tala við mig. Mér fannst þeir vera að tala útlensku við mig. Svo eftir heita sturtu kom þetta til baka.“ Jón Kristinn synti Drangeyjarsundið fyrir tveimur árum og stefnir á að synda yfir Ermasundið næsta sumar. Hann er búinn að panta sér pláss en nokkrir Íslendingar hafa synt yfir sundið. Síðast gerði Sigrún Þuríður Geirsdóttir það í fyrrasumar fyrst íslenskra kvenna.Fyrst var greint frá málinu á vef Eyjafrétta þar sem sjá má fleiri myndir Óskars Péturs Friðrikssonar af Jóni Kristni frá því í gærkvöldi. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Sundkappinn Jón Kristinn Þórsson náði landi á Landeyjasandi á sjöunda tímanum í morgun en hann hóf sundið frá Eiðinu í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sundið tók sjö og hálfa tíma en stefnt hafði verið á að ná til Landeyjahafnar á fjórum tímum. Straumar reyndust óhagstæðir en vegalengdin er um 15 kílómetrar. „Þetta gekk brösulega en ég kláraði þetta. Þetta var erfiðara en ég bjóst við,“ segir Jón Kristinn. Straumarnir hafi verið miklu meiri en hann hafi órað fyrir. Jón hafði rætt við menn sem hafa synt þessa leið og eftir þau samtöl reiknaði hann með fjórum tímum í sjónum. Hann velti fyrir sér að hætta við. „Það hvarflaði að mér strax í byrjun þegar ég sá hve úfinn sjórinn var og straumarnir miklir. Ég ákvað samt að halda smá áfram og þetta batnaði aðeins,“ segir Jón Kristinn sem starfar sem lögreglumaður og greinilega í góðu formi. Ermasundið næst á dagskrá Sjórinn var í kringum ellefu gráður að hans sögn en hann segist varla muna eftir augnablikinu þegar hann loks kom í land. „Ég man að ég kom í land en skildi strákana ekki alveg þegar þeir voru að tala við mig. Mér fannst þeir vera að tala útlensku við mig. Svo eftir heita sturtu kom þetta til baka.“ Jón Kristinn synti Drangeyjarsundið fyrir tveimur árum og stefnir á að synda yfir Ermasundið næsta sumar. Hann er búinn að panta sér pláss en nokkrir Íslendingar hafa synt yfir sundið. Síðast gerði Sigrún Þuríður Geirsdóttir það í fyrrasumar fyrst íslenskra kvenna.Fyrst var greint frá málinu á vef Eyjafrétta þar sem sjá má fleiri myndir Óskars Péturs Friðrikssonar af Jóni Kristni frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira